Þjóðmál - 01.09.2018, Page 41

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 41
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 39 Bjarni segir að hann hafi sem ungur þing­ maður vanmetið þörfina fyrir að ræða hluti frá ólíkum sjónarhornum áður en þeim er hrint í framkvæmd. Umræðan hafi oft sjálf­ stætt og mikilvægt gildi. „Ég hef alltaf verið árangursdrifinn og viljað mæla árangur í aðgerðum. En á þessum vettvangi skiptir öllu hvers konar samskipti þú stundar. Svo dæmi sé tekið gerði ég mér lengi vel ekki grein fyrir því hversu miklu skipti hvernig ég orðaði hlutina í jafnréttis­ umræðunni. Bara það að segja hreint út að ég myndi horfa til jafnrar stöðu kynjanna við myndun ríkisstjórnar, eins og ég gerði í aðdraganda kosninga 2013, hafði meiri áhrif en ég hafði gert mér grein fyrir,“ segir Bjarni. „Ég hef beitt mér fyrir þessu viðhorfi í flokksstarfinu og vil að það endurspeglist í verkum okkar. Þannig hef ég lagt áherslu á það í innra starfi flokksins. Ég hef sömuleiðis gert það þegar við skiptum ábyrgð í þing­ flokknum og í ríkisstjórn. Mér finnst að þetta sé meira komið í genin á okkur en áður var. Mögulega þurfum við að viðurkenna að við vorum full sein til að skipa jafnréttismálum nógu framarlega í röð áherslumála, en við höfum lengi verið jafnréttissinnaður flokkur í reynd, sem sést ágætlega á góðum málum eins og fæðingarorlofi karla sem við tryggðum á sínum tíma. Svo verð ég að segja að það gleður mig mikið að sjá hvað það er mikill kraftur í konum í flokknum.“ Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í mars 2009. Síðan þá hefur hann fimm sinnum hlotið endurkjör, árin 2010, 2011, 2013, 2015 og nú síðast 2018.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.