Þjóðmál - 01.09.2018, Side 44

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 44
42 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 „En við höfum lækkað skatta á bæði fólk og fyrirtæki og við höfum náð fram á skömmum tíma áratugagömlum baráttumálum okkar sjálfstæðismanna á því sviðinu. Þar er ég að vísa í vörugjöldin sérstaklega. Ég hef aldrei litið á starfsmenn ráðuneytisins sem and­ stæðinga mína bara af þeirri ástæðu að ég sé í stjórnmálum en þeir embættismenn. Ég lít miklu frekar á verkefni mitt, sem pólitískur ráðherra, þannig að ég þurfi að meta hvaða aðferðum ég geti beitt í ráðuneytinu til þess að fá fólk í lið með mér til þess að framkalla breytingar. Þar er skattastefnan ekki undan­ skilin. Ég er ósammála þeim sem telja að það sem dugi best í því sé að brjóta starfsmennina niður með hörku. Mestu skiptir að hafa skýra sýn og gera grein fyrir henni. Hvika síðan ekki frá þeirri stefnu og fá fólk með sér í að hrinda henni í framkvæmd.“ Bjarni segir að stundum þurfi einfaldlega að gefa verkefnum ákveðinn tíma til að koma þeim í framkvæmd. Afnám tolla og vöru­ gjalda hafi verið slíkt verkefni. „Ég sá fljótt að í ríkisfjármálalegu samhengi voru þetta viðráðanlegar fjárhæðir á tekju­ hliðinni. Um leið og ég hafði áttað mig á því þetta væri gerlegt var þetta bara spurning um hvenær rétti tíminn kæmi,“ segir Bjarni. „Við lögðum upp með það að afnema þetta allt og það þurfti að gera ráð fyrir því í lang­ tímaáætlunum. Við sýndum því þolinmæði, enda þarf ekki allt að gerast á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar. Þótt hlutirnir gerist á ári tvö eða þrjú hafa þeir sömu langtímaáhrif. Það sem skiptir máli er að hafa úthald og fylgja málum eftir til enda. “ Of mikið kynslóðabil Bjarni ítrekar að hér á landi hafi orðið gífur­ legar framfarir á liðnum árum, hér hafi verið lítil verðbólga, mikil kaupmáttaraukning, það gangi betur að reka bæði heimili og fyrirtæki og auk þess standi bæði ríkissjóður og sveitarfélögin betur en þau gerðu. Í stuttu máli hafi verið mikill uppgangur á Íslandi og á sama tíma hafi fjölbreytnin í atvinnulífinu aukist. „Við erum að taka á mörgum langtíma­ verkefnum, t.d. lífeyrissjóðsmálum og gömlum skuldbindingum sem við erum að vinna niður. Það sama gildir um önnur stór mál, þar sem við erum að sníða af ýmsa van­ kanta eða bæta með öðrum hætti. Við viljum í auknum mæli vera sjálfbær á sem flestum sviðum og styrkja þannig efnahagslegt sjálf­ stæði landsins,“ segir Bjarni. „Við erum að gera margt framúrskarandi vel í dag, enda mælumst við reglulega fremst meðal þjóða á ýmsa lífskjaramælikvarða. Grundvöllur þess er meðal annars það að við höfum tamið okkur að fara fram af varfærni og á grundvelli langtímahugsunar. Kannski við höfum lært það af umgengni við fiski­ stofnana hve miklu það skiptir. Í það minnsta er þetta orðið inngróið á flest svið í dag.“ Bjarni segir að þrátt fyrir þetta sé merkilega mikil neikvæðni áberandi í umræðu um starf stjórnvalda. „Sumt af því finnst mér koma frá eldri kynslóðinni, sem á köflum virðast telja að hér sé margt að fara aftur á bak. Að allt hafi verið svo miklu betra hér áður fyrr,“ segir Bjarni. „Við erum að gera margt framúrskarandi vel í dag, enda mælumst við reglulega fremst meðal þjóða á ýmsa lífskjaramælikvarða. Grundvöllur þess er meðal annars það að við höfum tamið okkur að fara fram af varfærni og á grundvelli langtímahugsunar.“

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.