Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 48

Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 48
46 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Oflækningar leiða til sóunar Fyrst að hér var minnst á heilbrigðiskerfið er ekki úr vegi að spyrja Bjarna út í stöðu þess. Það er talsvert deilt um heilbrigðiskerfið, fjármögnun þess, gæði og loks það hvort og þá hversu mikið einkaframtakið á að fá að njóta sín í kerfinu. Það má búast við því að um þetta verði talsverð umræða og vitað er að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru ósáttir við stefnu núverandi heilbrigðis­ ráðherra í málaflokknum. „Hvað varðar einkaframtakið tel ég að það gegni lykilhlutverki við að tryggja sveigjan­ leika, öryggi og gæði í heilbrigðiskerfinu. Ég er algerlega sannfærður um að við fáum mest út úr heilbrigðiskerfinu með samspili opinberra heilbrigðisstofnana og einka­ rekinnar þjónustu,“ segir Bjarni. „Hugmyndir um að banna arðgreiðslur eða að þrengja að hlutverki sérfræðilækna munu að endingu valda tvöföldu kerfi. Læknar utan samninga taka fullt gjald og þeir sem hafa efni á því fá góða þjónustu. Aðrir lenda á biðlistum hjá læknum á samningi. Það er enginn val­ kostur annar en að þróa heilbrigðiskerfið áfram á þeim grunni sem við höfum haft til þessa. En það fyrirkomulag sem við höfum til skamms tíma haft á þætti einkaframtaksins er alls ekki hafið yfir gagnrýni. Alls ekki.“ Bjarni segir þó að hér þurfi dýpri umræðu um þá galla sem verið hafi á hlutverki einka­ framtaksins í heilbrigðiskerfinu til að komast lengra. „Það eru merki um það að einkarekstur hafi í ákveðnum tilfellum verið nánast með sjálfsafgreiðslu. Það virðist hafa framkallað oflækningar ef horft er á samanburðartölur við önnur lönd,“ segir Bjarni. „Oflækningar leiða til sóunar og við eigum að berjast gegn sóun hvar sem við sjáum hana. Það er hluti af umræðu um hlutverk einka ­ framtaksins að koma með svör við þessu. Þetta kann að kalla á ákveðna miðstýringu varðandi það hvað við viljum fá frá heilbrigðis­ kerfinu. Í heilbrigðiskerfi sem er rekið fyrir opinber framlög er erfitt að réttlæta að kerfið hafi margar ólíkar skoðanir á því hvort það eigi að fara í tilteknar dýrari aðgerðir, svo dæmi sé tekið. Á einkareknum stofum erum við með skýr dæmi um að einn og sami aðilinn greini, taki ákvörðun um aðgerð og framkvæmi aðgerð. Þegar greitt er samkvæmt eininga­ kerfi, eru augljóslega hættur þarna sem við þurfum að geta rætt án þess að menn upplifi það þannig að verið sé að grafa undan einka­ framtakinu. Í langflestum tilfellum er þetta ekki vandamál en sterkara eftirlit, sérstaklega með dýrum aðgerðum, getur komið í veg fyrir að við séum að borga fyrir meiri þjónustu en þörf er á.“ Nú ertu kominn út í tæknilega útfærslu á því hvernig einkageirinn á að starfa, breytir það hugmyndinni um fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðis kerfinu? „Dæmin sem ég nefndi eru þó ekkert út úr kortinu. Við höfum til dæmis verið að fram­ kvæma mun fleiri hálskirtlatökur en aðrar þjóðir, svo tekið sé dæmi. Ég ætla svo sem ekki að fella neinn dóm eða úttala mig um hluti sem ég hef ekki heildarsýn yfir, en það veldur engu að síður tortryggni í garð einka­ framtaksins þegar svona hlutir eru óútskýrðir,“ segir Bjarni. „Við höfum verið talsmenn einkaframtaks ins á heilbrigðissviðinu. En kannski höfum við á köflum verið það miklir talsmenn einkaframtaksins að við höfum ekki viljað „Ég er algerlega sannfærður um að við fáum mest út úr heilbrigðiskerfinu með samspili opinberra heilbrigðisstofnana og einkarekinnar þjónustu,“ segir Bjarni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.