Þjóðmál - 01.09.2018, Side 49

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 49
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 47 taka fullan þátt í umræðu um galla þess fyrirkomulags sem við höfum búið við í samskiptum við Sjúkratryggingar. Það er hins vegar nauðsynlegur hluti umræðunnar, að viðurkenna að fyrirkomulagið hefur ekki verið fullkomið. Ég held að það hafi skemmt mikið fyrir einkaframtaki á heilbrigðissviðinu að kerfið hefur upp að vissu marki verið lekt.“ Bjarni nefnir þó að fyrra bragði að þó svo að hér hafi einungis verið fjallað um einka­ reksturinn og þó að hann telji að þar megi gera betur eigi það svo sannarlega við um opinbera hluta kerfisins. Sú þjónusta þurfi að vera í stöðugri endurskoðun til að tryggja að saman fari þarfir sjúklinga og skynsamleg ráðstöfun almannafjár. „Númer eitt, tvö og þrjú eru hinir sjúkra­ tryggðu, sjúklingarnir og notendur kerfisins sem eiga að vera í brennidepli en ekki kerfið sjálft, hvort sem það er á vegum hins opin­ bera eða einkaaðila. Og svo verður skipulagið að tryggja að ungt fólk sem vill hasla sér völl á sviði heilbrigðisþjónustu, hvort heldur er sem læknar, hjúkrunarfræðingar eða aðrir sérfræðingar, eigi úr fleiri möguleikum að velja en því að gerast ríkisstarfsmenn,“ segir Bjarni að lokum. gislifreyr@thjodmal.is „Mér finnst að við höfum verið ein á sviði stjórnmálanna að ræða um mikilvægi þess að lækka skatta og gera þá sanngjarnari," segir Bjarni Benediktsson.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.