Þjóðmál - 01.09.2018, Síða 57

Þjóðmál - 01.09.2018, Síða 57
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 55 Þrjár skýrslur Hannesar: Umhverfismál, bankahrun og kommúnismi Rannsóknir og skýrslur Lesendum Þjóðmála þykja eflaust forvitnilegar þrjár skýrslur á ensku sem hugveitan New Direction í Brussel gaf út árið 2017 eftir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor. Þær eru jafnframt allar aðgengilegar á netinu, bæði á heimasíðu New Direction og í Google Books. Þær eru allar myndskreyttar. New Direction er sú hugveita í Brussel sem styður hvað einarðlegast frjáls markaðsviðskipti. Grænn kapítalismi Fyrsta skýrslan ber heitið Grænn kapítalismi: Umhverfisvernd í krafti skilgreindra eigna­ réttinda (Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Private Pro­ perty Rights). Er hún 69 blaðsíður að lengd. Hannes rifjar upp að á sjötta og sjöunda áratug komu út ýmsar bækur með spádómum um stórkostlegan vanda mannkyns sökum umhverfisspjalla. Raddir vorsins þagna (Silent Spring) eftir Rachel Carson var um hættuna af skordýraeitrinu DDT, sem úðað var á ræktað land. Carson hafði rétt fyrir sér um að efnið gat gert suma fugla ófrjóa tímabundið en hitt reyndist rangt að DDT væri hættulegt mönnum. Engu að síður var horfið frá því að nota það gegn skordýrum, með þeim afleiðingum að milljónir manna hafa dáið úr mýraköldu (malaríu), en DDT drepur fluguna sem ber sjúkdóminn í menn. Í Óbyggð og allsnægtum (Wilderness and Plenty) hélt Sir Frank Fraser Darling því fram að mannkyni stafaði ógn af stjórnlausri offjölgun. Reyndin hefur hins vegar orðið sú að hægt hefur á fólksfjölgun eftir því sem fátækar þjóðir hafa komist í meiri álnir. Hannes H. Gissurarson kynnti skýrslu sína um Grænan kapítalisma á umhverfisráðstefnu ACRE í Bibliotheque Solvay í Brussel 24. maí 2018. Í Heimi á helvegi (A Blueprint for Survival) kváðu Edward Goldsmith og félagar hans þéttingu byggðar leiða til aukinna glæpa, en hið gagnstæða hefur gerst: glæpum hefur víðast fækkað. Í Endimörkum vaxtarins (Limits to Growth) fullyrtu höfundar að framleiðsla lífsgæða gæti ekki haldið í við fjölgun mann­ kyns og aukningu þarfa, svo að mörg hráefni yrðu á þrotum um og eftir 2000. Þetta hefur ekki gerst, ekki síst vegna ófyrirséðra tækni­ framfara. Væri nær, segir Hannes, að tala um að raddir vorsins fagni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.