Þjóðmál - 01.09.2018, Page 58

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 58
56 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Hannes ræðir meðal annars um skóga, en þeim var víða eytt í Norðurálfunni, Evrópu, á miðöldum. Nú er verið að rækta þá þar aftur, og hefur skóglendi aukist í álfunni síðustu áratugi. Jörðin hefur líka grænkað í heild vegna aukins koltvísýrings í andrúmsloftinu, en hann örvar vöxt í jurtaríkinu. Í mælingum sínum reyndust vísindamenn líka hafa van­ metið skóglendi á þurrlendi, meðal annars kjarr og gróður í þéttbýli. Hannes segir rétt að regnskógar hafi hins vegar eitthvað hopað síðustu áratugi, meðal annars á Amasón­svæðinu, en það sé rangt að slíkir skógar séu „lungu jarðarinnar“. Lungu mannanna taka til sín súrefni og láta frá sér koltvísýring en skógar gera hið gagnstæða. Sú röksemd að í regnskógum búi líffræðilegur fjölbreytileiki sé rétt en slíkan fjölbreytileika megi varðveita á miklu smærri svæðum, eins og dæmið af Atlantshafsskóginum í Brasilíu sýni. Hann hafi að mestu leyti verið höggvinn, en líffræðilegur fjölbreytileiki sé svipaður í því, sem eftir er af honum, og áður var eftir besta mati vísindamanna. Hitt sé áhyggjuefni, segir Hannes, að Amasón­skógurinn sé ekki undirorpinn eignarrétti, svo að þar sé stunduð rányrkja, ekki aðeins í skóginum sjálfum, heldur líka í ám og vötnum svæðisins. Vitaskuld eigi Brasilíumenn að nýta þessi gæði á sjálfbæran hátt sér til hagsbóta. Í skýrslu sinni teflir Hannes hófsamlegri umhverfisvernd í krafti skýrra nýtingarreglna, afnota­ og eignaréttinda (wise use environ­ mentalism) fram gegn umhverfisöfgastefnu (ecofundamentalism), sem virðist í ætt við trúarbrögð frekar en skynsamlega skoðun. Hann telur hagvöxt ekki þurfa að ógna um hverfinu, enda sé eðlilegur hagvöxtur aðallega í því fólginn að finna ódýrari leiðir að settum markmiðum, spara orku, fjölga tæki færum. En fylgismenn hófsamlegrar umhverfisverndar geri sér grein fyrir að vernd krefjist verndara. Einhverjir þurfi að hafa hag af því að nýta umhverfið svo vel að það spillist ekki. Hannes rekur þessa hugmynd til hagfræðinganna Ronald Coase og Harold Demsetz en bendir líka á ýmsa kunna rithöfunda sem hafi lýst henni, til dæmis Matt Ridley í bókinni Heimur batnandi fer (The Rational Optimist), Johan Norberg í Framförum (Progress) og Bjørn Lomborg í Hinu sanna ástandi heimsins (Verdens sande tilstand). Tiltölulega auðvelt sé að skilgreina eigna­ réttindi á landi og kvikfé að sögn Hannesar: Land megi girða og kvikfé megi merkja eigendum. En erfiðara sé að koma slíkum girðingum eða merkingum við á öðrum gæðum, á Íslandi til dæmis á afréttum upp til fjalla og laxveiðiám. Þar hafi myndast sérstök blanda einkanota­ og samnotaréttinda, Sumir fílastofnar í Afríku eru í útrýmingarhættu en rétta ráðið að sögn Hannesar er að breyta veiðiþjófum í veiðiverði með því að veita þeim sem næstir búa fílunum afnotarétt af þeim.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.