Þjóðmál - 01.09.2018, Síða 62
60 ÞJÓÐMÁL Haust 2018
Þegar Kuortti neitaði að njósna um sóknar
börn sín fyrir kommúnista var hann sendur í
þrælkunarbúðir í Karelíu. Þaðan tókst honum
að flýja yfir til Finnlands 1930 og segja sögu
sína. Kíra Argúnova eftir Ayn Rand er skáld
saga um unga og hugrakka stúlku í Péturs
borg sem þolir ekki áþján kommúnismans og
reynir að flýja yfir landamærin til Lettlands,
sem þá var sjálfstætt ríki.
Myrkur um miðjan dag eftir Arthur Koestler
er skáldsaga um hin alræmdu Moskvu réttar
höld sem Stalín hélt á fjórða áratug 20. aldar
yfir gömlum félögum sínum í kommúnista
flokknum. Koestler reynir að skýra hvers
vegna þeir játuðu á sig hinar fáránlegustu
sakir, að því er virðist fúsir. Hann telur að
þeir hafi sem byltingarmenn afsalað sér öllu
siðferðilegu sjálfræði. Flokkurinn var þeim
sannleikurinn og þegar hann ákvað að þeir
væru sekir urðu þeir að viðurkenna að þeir
væru sekir.
Úr álögum eftir Jan Valtin, sem hét réttu
nafni Richard Krebs, er um starf hans fyrir
Alþjóðasamband kommúnista, Komintern,
en höfundurinn ljóstraði því meðal annars
upp, sem hefur verið staðfest annars staðar,
að kommúnistar notuðu skip Eimskipafélags
Íslands til að flytja leyniskjöl milli landa.
Skáldsagan Nítján hundruð áttatíu og fjögur
eftir George Orwell, réttu nafni Eric Blair, er
um alræðisríkið þar sem allir verða að elska
Stóra bróður og fara eftir því sem Flokkur
inn ákveður hverju sinni. Ég kaus frelsið er
sjálfsævisaga flóttamanns frá Úkraínu, Víktors
Kravtsjenkos. Þar lýsir hann eymdinni og
kúguninni undir hinni rússnesku ráðstjórn,
lögregluríkinu, þrælkunarbúðunum og
hungurs neyðinni í Úkraínu 1932–1933.
Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum er eftir Ants
Oras, prófessor í enskum bókmenntum við
Tartuháskóla, sem varð vitni að hernámi
Rauða hersins 1940 og þýska hersins 1941,
en tókst að flýja 1943. Segir hann sögu
smáþjóðar sem átti við ofurefli að etja.
Guðinn sem brást hefur að geyma frásagnir
sex menntamanna og er að vonum afburða
vel skrifuð. Þrír gengu á hönd kommún
ismanum; rithöfundarnir Arthur Koestler
frá Ungverjalandi, Ignazio Silone frá Ítalíu
og Richard Wright frá Bandaríkjunum. Þrír
voru samferðamenn (eða meðreiðarsveinar)
kommúnista; franski rithöfundurinn André
Gide (Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum),
bandaríski blaðamaðurinn Louis Fischer og
enska skáldið Stephen Spender.
Molotov og Hitler hittast í Berlín haustið 1940 til að fylgja eftir ýmsum ákvæðum griðasáttmálans sem Stalín og Hitler
gerðu í Moskvu í ágúst 1939. Kommúnistar og nasistar voru bandamenn fyrstu tvö ár stríðsins. Ljósm. Library of Congress.