Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 76

Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 76
74 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Aðildarþjóðir þær, sem áttu að kanna möguleikana á „samkomulagslausn, voru Ástralía, Thailand og Ísland. Fulltrúi Íslands, Thor Thors sendiherra, átt að vera framsögu maður. Þegar 29. nóvember rann upp, hafði fulltrúi Thailands, Wan prins, talið hyggi leg ast að leggja af stað áleiðis til Bangkok á Queen mary, að því er látið var í veðri vaka vegna uppreisnarástands heima fyrir, en raun réttri til að koma sér hjá því að greiða atkvæði gegn skiptingu. Ríkti þá enn nokkur kvíði fyrir því Umboðsskrifstofu Gyðinga, að þingheimur færði sér í nyt bjart sýnisummæli fulltrúa Íslands til að fresta atkvæðagreiðslu um skiptingu og kanna hugarburðinn um „samkomulagslausn“. Hvernig sem það færi, átti Thor Thors að verða frummælandi þennan sögulega dag, og það virtist brýnt að tryggja, að hann kæmi umræðum á jákvæðan rekspöl. Ég byrjaði þess vegna vinnudag minn þennan 29. nóvember 1947 á því að heimsækja hann í Barclay Hotel. Mér fannst ég vera í óraunhæfri aðstöðu og ég áleit best að segja honum það hreinskilnings­ lega. Þjóð Gyðinga stæði á krossgötum. Ef viðleitni okkar bæði árangur, mundum við láta þúsund ára draum verða að veruleika. Ef okkur mistækist, yrði draumurinn að engu um ævi margra kynslóða. Lykillinn að lausn­ inni á þessum fyrsta fundi SÞ mundi verða í hendi lítillar eyþjóðar – sem væri innan við 175.000 sálir – í miðju Atlantshafi. Það væri þáttur í marghliða samskiptum þjóða, að ríkisstjórnir ráða oft úrslitum mikilli vanda­ mála, sem skipta þau aðeins litlu en eru gífur lega afdrifarík fyrir aðrar í miklum fjarska. Framtíð okkar sem þjóðar ylti á þessum mesta örlagadegi hennar á þeirri stefnu eða því andrúmslofti, sem skapað yrði af fulltrúa Íslands. Ég bað Thors sendiherra að hugleiða þá sögulegu dulúðargátu, sem hér væri um að ræða. Hann svaraði af slíkri tilfinningu, að mér brá. Hann sagði, að Ísland léti sig örlög Gyðinga meira skipta en ég gerði ráð fyrir. Menn ing þess væri mjög mótuð af áhrifum frá Biblíunni. Auk þess væru Íslendingar þrjósk og þolgóð lýðræðisþjóð, sem hefði varðveitt þjóðar­ einkenni sín á vætusamri eyju öldum saman ­ þeir væru þjóð, sem vildi vera hún sjálf, vildi ekki deila tungu sinni og bók menntum með neinni annarri þjóð og neitaði að yfirgefa afskekkta eyju sína til þess að setjast að í hlýrra og mildara loftslagi annars staðar. Slíkri þjóð væri treystandi til að skilja þrautseigju þá, sem Gyðingar auðsýna, er þeir halda í sérkenni sín og minnast uppruna síns. Thors ambassador féllst algerlega á þau rök mín, að það, sem nú væri þörf fyrir, væri „ákvörðun,“ en ekki vonlaus leið að „samkomu lagi“. Ef ákvörðunin væri skýr og henni veittur traustur stuðningur, gæti svo farið, að hún hlyti samþykki síðar. Það væri aðeins af því að reynt hafði verið til þrautar að finna „samkomulagslausn“ á undan­ förnum þrem áratugum umboðs stjórnar­ innar, að málið hefði verið lagt fyrir allsherjarþing Sam einuðu þjóðanna. Abba Eban fæddist í Höfðaborg í S­Afríku árið 1915. Hann fluttist ungur að árum til Bretlands og var síðar skipaður sendifulltrúi Gyðinga eftir að Sameinuðu þjóðirnar voru settar á fót. Eban beitti sér mikið í aðdraganda þess að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraelsríkis. Eban lést árið 2002, þá 87 ára gamall, í Tel Aviv í Ísrael.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.