Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 84

Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 84
82 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 einræðisherra árið 1956 kom í framhaldinu blómlegra tímabil hjá kommúnistaríkj unum, þar sem aðeins meira frjálslyndi réði ríkjum. Forman sagði að þetta hefði breytt öllu arðandi feril hans. Hann og fleiri listamenn þorðu að taka áhættu og þorðu að segja það sem þeim lá á hjarta. Árið 1968 þegar hann var orðinn nokk þekktur listamaður og var í Bandaríkjunum að reyna að fá fjármagn í næstu bíómyndina sína réðust Sovétmenn inn í Tékkland til að stöðva frjálslyndisbyltinguna sem er í gangi. Milos Forman kom ekki aftur til Tékklands fyrr en rúmum áratug seinna. Bjó sér til feril í Bandaríkjunum frekar en að fara í fang þess fantaskapar sem tók við í Tékklandi eða öllu heldur Tékkóslóvakíu eins og það var þá. Þar sem að á sama tíma og hann og allir lista­ menn í austurhluta Evrópu voru að gagnrýna og jafnvel að ráðast á kommúníska yfirvaldið réðu kommúnistar flestu í menningarheimi Vesturlanda spurði ég hann hvernig tilfinning það hefði verið. Hann sagði að auðvitað hefði það verið óþægilegt. Hann hefði verið í Cannes þegar frægur kvikmyndaleikstjóri á Vesturlöndum hefði dregið þjóðfána sinn niður til að koma rauða flagginu upp. Táknmynd þeirrar kúg unar sem þeir í austrinu voru að berjast gegn. Ég reitti hann til reiði í tvígang, í annað skipt ið sagði ég að kommúnistar hefðu kannski ekki verið svo slæmir í Tékklandi. Þeir drápu milljónir í Rússlandi fyrir það eitt að vera annarrar skoðunar en í Tékklandi voru þetta ekki nema nokkur hundruð sem fengu að fjúka fyrir það að hafa vitlausa skoðun. Hann stoppaði á göngunni og leit á mig forviða. Ég stoppaði líka og hlustaði síðan á smá ræðu um að þeir sem voru drepnir fyrir það að vera með vitlausa skoðun hefðu samt verið samt einstaklingar, hver og einn sem hafði gert það eitt af sér að hugsa ekki í takt við yfirvaldið. Svo voru það hundruð þúsunda sem voru settir í vinnu búðir eða fengu ekki möguleika á menntun fyrir það eitt að hugsa öðruvísi. Hitt skiptið var þegar ég stakk upp á því að við fengjum okkur hvalkjöt að borða á Þremur Frökkum. „Hval? Ætlar þú að borða þessa fallegu skepnu? Það mun ég aldrei gera.“ Jæja, hugsaði ég með mér, þá fæ ég mér hval næst. Borða bara rjúpu núna þótt mér finnist hún jafnvel fallegri. Einhvern tímann yfir kvöldmatnum kom hann með fallega líkingu á muninum á því að búa í vestrinu eða austrinu. Hann sagði að kommúnisminn hefði ekki verið alslæmur. Því að fyrir utan þá sem kommúnistar myrða og fangelsa fá flestir hinir að borða og fá húsaskjól. „En í austrinu varstu eins og belja bundin í bás og þú fékkst að borða á hverjum degi og þér varð ekki kalt en þú fékkst ekki að hreyfa þig. Í vestrinu ertu í frumskóginum. Hann er hættulegur en þú kemst út um allt og hann er svo fallegur, hann er svo ofsalega fallegur“. Flestar af myndum hans fjalla um utan­ garðsmenn. Til dæmis Gaukshreiðrið, Ákæru­ valdið gegn Larry Flynt og Manni á tunglinu. Uppreisnar mennirnir í þessum myndum eru ekki aktívistar eða auðnuleysingjar, þeir eru að berjast fyrir einstaklingnum, frjálsri hugsun og því að fá að vera það sem þeir eru. Forman hefur oft talað um að þetta sé glím an sem fylgi þróun mannkynsins. Barátta ein­ staklingsins gegn stofnunum. „Við þurfum stofnanir. Við setjum þær á laggirnar til þess að auðvelda okkur lífið. Þeim er ætlað að þjóna okkur og við borgum þeim. En smám saman byrja allar þessar stofnanir að hegða sér eins og þær borgi okkur til að þjóna sér. Þetta er ævagömul togstreita.“ Hann vildi meina að þótt aðstæður væru allar betri í dag í Evrópu og í Bandaríkjunum væri baráttan fyrir frelsinu alltaf í gangi. Og yrði það áfram. Nota bene, allt sem hann sagði var fyrir stjórn Obama og Trump. Höfundur er rithöfundur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.