Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 87

Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 87
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 85 framtak er varið og ýmsar neikvæðar sögu ­ s agnir um frjálsa samvinnu og frjálst framtak aflífaðar. Textinn er lipur og boðskapurinn hrífandi. Samlíkingin við mafíuna hittir líka beint í mark, eins og lesendur sjá fljótlega. Bókina má sækja endurgjaldslaust á heima­ síðu hinnar bandarísku Mises­stofnunar.1 En ef ríkisvaldið er í eðli sínu bara lögleg mafía, af hverju beygjum við okkur fyrir því? Í næstu bók reynir höfundur að varpa ljósi á það. The Politics of Obedience: The Discourse of Voluntary Servitude - eftir Étienne de La Boétie Árið er 1549. Ungur franskur háskólanemi að nafni Étienne de La Boétie, fullur eldmóðs, sest niður og reynir að átta sig á því af hverju fólk tekur við fyrirmælum frá ríkisvaldinu, sem á hans tíma var frekar þrúgandi einveldi. Hvað veldur hinni skilyrðislausu hlýðni, að því er virðist, við yfirvöld sem eru greinilega miklu uppteknari af hagsmunum örfárra höfðingja en almúganum sem fæðir þá og klæðir? Höfundur kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að sú ánauð sem við höfum vanist undir stjórn ríkisvaldsins hafi blindað okkur fyrir sannleikanum, rænt okkur metnaðinum og deyft þá meðfæddu ósk okkar að vera frjáls. Kannski það sé rétt niðurstaða, því þegar höfundur bókarinnar kláraði námið sitt gekk hann til liðs við hið opinbera sem embættismaður og hvarf inn í báknið. Litla bókin hans um sjálfviljuga ánauð hefur hins vegar lifað til dagsins í dag og mun gera það áfram. Bókina má sækja endurgjaldslaust á heimasíðu hinnar bandarísku Mises­stofnunar.2 En getur verið að það sé fleira en fáviska, heila­ þvottur og metnaðarleysi sem gerir marga svo heillaða af ríkisvaldinu? Já, auðvitað. Fyrir mörgum er hið óþekkta verra en hið vel þekkta jafnvel þótt hið vel þekkta sé þrælahald, ánauð, kúgun og miðstýring. Í næstu bókum reyna höfundar að draga aðeins úr áhyggjum þeirra sem óttast þær breytingar sem felast í minna ríkisvaldi. For a New Liberty: The Libertarian Manifesto - eftir Murray N. Rothbard3 Hagfræðingurinn, sagnfræðingurinn, heim­ spekingurinn, stjórnmálafræðingurinn og háskólaprófessorinn Murray N. Rothbard er af mörgum talinn vera faðir frjálshyggjunnar eins og hún gerist tærust. Eftir hann liggur lítið bókasafn af fræðigreinum, fyrirlestrum, blaðagreinum og bókum. Hann skrifaði bækur fyrir bæði fræðimenn og leikmenn og meðal þeirra í síðarnefndum hópnum er hið klassíska rit For a New Liberty. Bókin var gefin út um það leyti sem frjáls­ hyggjan var á ný byrjuð að njóta hylli eftir dágóðan dvala á meðan hagfræðingar af skóla Keynes lögðu frjálsan markað að tölu­ verðu leyti í rúst og sendu hverja kreppuna eftir annarri yfir grunlausan almúgann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.