Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 88
86 ÞJÓÐMÁL Haust 2018
Peningaprentun og „vísindaleg stjórnun“
ríkis ins á hagkerfinu átti að leysa öll vanda
mál en raunin reyndist önnur. Það var því
orðið tímabært að vekja athygli á frjálsum
markaði á ný.
Murray sparar ekki stóru spurningarnar. Hvað
gerist ef ríkið víkur í auknum mæli fyrir hinu
frjálsa framtaki? Hver ætlar að framfylgja
rétt vísinni ef dómstólar ríkisvaldsins minnka
umsvif sín? Hver ætlar að leggja vegina? Hvað
á að gera við mengun? Hver ætlar að byggja
vitana og hjálpa þeim fátæku og sjúku?
Þessar spurningar og fleiri leita hratt á þá sem
velta fyrir sér frjálsara samfélagi. Flest eigum
við erfitt með að sjá fyrir okkur hvað gerist ef
hinn kæfandi faðmur ríkisvaldsins losar um
tak sitt. Það er samt óþarfi að óttast. Í flestum
tilvikum er hægt að benda á fordæmi þar
sem ríkisvaldið einfaldlega ýtti einkaaðilum
til hliðar og hirti heiðurinn en kenndi öðrum
um vandræðin.
Einfalt dæmi er vitar sem beina skipum að
höfn. Þeir eru yfirleitt reknir af opinberum
einingum í dag en svo hefur ekki alltaf verið
og vitar eru raunar uppfinning hins frjálsa
markaðar. Annað dæmi er peningar, en ríkið
hirti útgáfu þeirra af einkaaðilum til að auka
tekjur sínar með peningaprentun (eða rýrnun
á innihaldi góðmálma í myntum).
Ónefnd eru svo réttlætisrökin. Við eigum ekki
að styðja við frjálst samfélag af því að við
verðum rík af því heldur af því það er réttlátt.
Þeir sem börðust fyrir afnámi þrælahalds
gerðu það ekki til að auðgast á því heldur af
því að frelsi var þeim réttlætismál. Og þótt
mótbárur heyrist og baráttan taki tíma á ekki
að gefast upp. Réttlæti er eina ásættanlega
niðurstaðan.
Ríkisvaldið hefur raunar aldrei fundið upp
neina stofnun sem gagn er að. Góðverk
voru framkvæmd áður en velferðarkerfið
var stofnað. Börn lærðu að lesa áður en ríkið
lagði undir sig menntakerfið til að heilaþvo
ungviðið. Dómstólar hafa verið til í öllum
samfélögum án ríkisvalds, eins og íslenska
þjóðveldið er dæmi um.
Allt sem ríkið gerir í dag og má teljast vera
gagnlegt hefur það einfaldlega hrifsað af
einkaaðilum. Um leið hefur sú þjónusta
hækkað í verði og rýrnað í gæðum.
Aðhalds laus einokun er ávísun á slíka þróun.
En á frjálshyggjan við í dag? Rann hún ekki
út þegar þrælahald hafði verið afnumið,
einveldiskonungum hafði verið steypt af stóli
og stjórnarskrám verið komið á til að temja
hið opinbera og verja réttindi og eignir ein
staklinga? Það er öðru nær. Enn þrífast stórir
afkimar ríkisvalds hvert sem litið er og á þá
þarf að herja. Um það fjallar næsta bók.
Libertarianism Today
- eftir Jacob H. Huebert
Áttu að fá að eiga byssu til að verja þig gegn
vopnuðum ræningjum og ofbeldismönnum?
Getur þú fengið góða hugmynd, t.d. að nýju
lyfi, og bæði grætt á henni og bannað öðrum
að notast við hana? Áttu að fá að neyta
eiturlyfja? Má skylda þig til að borga fyrir
hernaðaraðgerðir í fjarlægum heimshornum?
Eða svipta þig frelsi og senda þig í hernaðar
leiðangra? Eiga læknar ríkisvaldsins einir að
fá að meðhöndla þig?
Allt eru þetta áleitnar spurningar en frjáls
hyggju menn einir hafa svör sem falla
bæði að tilfinningu okkar fyrir réttlæti og
hagkvæmnis rökum hagfræðinnar.