Þjóðmál - 01.09.2018, Page 90

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 90
88 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Sögurnar í bókinni eru hver annarri betri. Ég las fyrst söguna Hann, þegar hún kom út í sjálfstæðri bók. Ég var svo ljómandi ánægður með hana og vil eiginlega segja minnst um hana til að spilla henni ekki. Næsta saga, Þeir, kom líka út sem sjálfstæð bók. Það kom mér verulega á óvart að hún var betri, ef eitthvað var. Sú síðasta, Hún, sem kom út síðust þegar allar sögurnar voru komnar saman í eina bók, fannst mér síðan best. Það er heilmikið að gerast í þessum sögum sem er ekki sagt beint út. Í þeim er merking sem felst ekki í orðanna hljóðan, efni sagnanna gefur manni tilefni til að hugsa og melta. Stíllinn er skemmtilegur, höfundurinn krass­ andi kaldrifjaður og kaldhæðinn. Ég velti því fyrir mér hvort höfundurinn væri með sögunum að segja hluti sem mætti ekki segja í dag. Og ég velti því fyrir mér hvort sú merking sem ég sé í sögunum sé sú sem höfundurinn er að reyna að koma á framfæri, eða hvort hún verður til hjá mér. Kannski ná bestu listamennirnir líka að koma á framfæri merkingu sem þeir ná ekki einu sinni alveg utan um sjálfir og ná þannig að takast á við brýn viðfangsefni á hátt sem öðrum tekst ekki. Höfundur er ekki það sem hann gerir. Bókarýni Gunnlaugur Jónsson Krassandi, kaldrifjaður og kaldhæðinn Þau Höfundur: Börkur Gunnarsson Útgefandi: List fyrir mat/Art for food ehf. Reykjavík, 2018 294 bls.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.