Þjóðmál - 01.09.2018, Page 92
90 ÞJÓÐMÁL Haust 2018
Bókin sem ég segi fyrst frá heitir Radical markets:
Uprooting capitalism and democracy for a
just society (Róttækir markaðir: Að uppræta
auðvald og lýðræði í þágu réttláts samfélags)
og er eftir Eric Posner, prófessor í lögfræði
við Chicagoháskóla, og E. Glen Weyl, hag
fræðing við rannsóknarstofnun Microsoft. Sú
seinni heitir Why liberalism failed (Hvers vegna
frjálslyndið brást) og er eftir Patrick J. Deneen,
sem er prófessor í stjórnmálafræði við Notre
Dameháskólann í Indiana.
Höfundar bókanna eiga um margt samleið í
greiningu sinni á kröggum frjálslyndra stjórn
mála. Þeir segja að stór hluti almennings sé
að missa trú á stjórnarháttum frjálslyndra
afla. Í báðum bókunum er þetta ástand nefnt
„crisis of legitimacy“. Sá frasi er ensk þýðing
á hugtaki sem þýski heimspekingurinn og
félagsfræðingurinn Jürgen Habermas kynnti
árið 1973 og kallaði „Legitimationsproblem“.
Orðalagið vísar til vanda sem felst í út breiddu
vantrausti á stofnunum samfélagsins og
efasemdum um réttmæti ríkisvaldsins.
Vandi samtímans
Í báðum bókunum er rætt um vaxandi
þjóðernis og einangrunarstefnu og fylgi við
„sterka“ leiðtoga, sem vandamál. Posner og
Weyl (bls. 3) tala um sókn „popúlisma“ og
kjósendur sem eru óánægðir með vaxandi
ójöfnuð og minnkandi hagvöxt. Þeir segja
það tímanna tákn að 90% af bandarískum
börnum sem fæddust 1940 hafi búið við
betri kjör en foreldrar þeirra en þetta gildi
aðeins um helming barna sem fæddust 1980.
Með aukinni markaðsvæðingu og alþjóða
væðingu frá því um 1980 hafi átt að vinna
gegn stöðnun og verðbólgu áratuganna
á undan. Menn áttu taka því þótt böggull
fylgdi skammrifi og ójöfnuður ykist eitthvað.
Úr varð enn meiri stöðnun og minni hag
vöxtur svo ekkert hlaust af þessu nema meiri
ójöfnuður, segja þeir (bls. 11).
Deneen ræðir um rótleysi sem margir
bregðast við með því að flykkja sér um
leiðtoga sem þeir vona að nái að snúa niður
ríkis og markaðsvæðinguna (bls. 177). Hann
segir að hætta sé á að reiðin og óttinn komi
einræðisherrum til valda. Hann segir líka að
frjálslynd stjórnmál hafi brugðist vonum fólks
um réttlæti og betri kjör, menn sjái þess í
stað vaxandi ójöfnuð og finni til öryggisleysis
vegna breytinga sem þeir hafi enga stjórn
á, því þær birtist eins og óhjákvæmilegar
afleiðingar af hagfræðilegum lögmálum (bls. 9).
Þótt samhljómur sé í lýsingum á því hvernig
komið er eru úrræðin sem bent er á í þessum
tveimur bókum svo andstæð sem vera má.
Posner og Weyl vilja ganga götu markaðs
væðingar og frjálslyndrar einstaklingshyggju
til enda og segja að vandinn liggi í því að
mikilvæg skref hafi ekki verið stigin nema rétt
til hálfs. Deneen telur hins vegar að sú leið sé
blindgata og best sé að snúa við.
Posner, Weyl og
róttæk markaðshyggja
Posner og Weyl byrja formála bókar sinnar
á að minna á að frjálshyggjumenn 19. aldar
voru róttæklingar. Þeir beittu sér fyrir djúp
tækum samfélagsbreytingum sem þeir töldu
alþýðu til hagsbóta. Þeir reyna að endurvekja
þennan anda róttækrar frjálshyggju til að
auka jöfnuð og hagsæld og losa stjórnmálin
úr þeirri úlfakreppu sem við blasir.
Vandræðagangi hinnar breiðu miðju lýsir
bókin í stuttu máli á þá leið að þau sem eru
á vinstri kantinum segi að ríkið eigi að auka
skatta á auðmenn til að tryggja húsnæði,
heilbrigðisþjónustu og vinnu fyrir alþýðuna.
Þau sem eru á hægri jaðri miðjunnar svara að
þá endum við með ástand eins og í Venesúela
og Simbabve, nær sé að einkavæða það
sem ríkið rekur, lækka skatta og draga úr
regluverki, því þá batni kjör allra. Svo eru
tæknikratarnir í miðju sem segja að það þurfi
að fínstilla regluverkið og gera umbætur í
þágu mannréttinda (bls. xiv). Posner og Weyl
segja að þessi svör hafi gagnast á sínum tíma
en nútíminn krefjist annars konar hugsunar.
Þessa annars konar hugsun sækja þeir að
nokkru leyti til 19. aldar, því hugmyndir þeirra
byggjast um sumt á kenningum bandaríska
hagfræðingsins Henry George (1839–1897).