Þjóðmál - 01.09.2018, Page 94
92 ÞJÓÐMÁL Haust 2018
Sjóðval og sala á landvistarleyfum
Posner og Weyl vilja ganga býsna langt í að
gera alla að kaupendum og seljendum og
hafa sífellt uppboð á alls konar gæðum. Þeir
leggja meðal annars til að atkvæðin, sem
gefa almennum borgurum pólitísk völd, verði
í meiri mæli eins og peningar þar sem hver
kjósandi hefur sjóð atkvæða til ráð stöfunar.
Við slíka skipan getur kjósandi notað mörg
atkvæði til að styðja mál sem hann ber
mjög fyrir brjósti. Sá sem það gerir verður
þá snauður af atkvæðum til að verja í önnur
mál, en þannig er það líka með peninga, sá
sem eyðir miklu í eitt á minna aflögu í annað.
Með þessu fyrirkomulagi getur sæmilega stór
minnihlutahópur varið það sem honum er
kærast þó að meirihlutinn sé allt eins til í að
fórna því fyrir önnur gæði. Útfærsla Posners
og Weyl á þessari hugmynd er allítarleg og
studd stærðfræðilegum rökum sem erfitt er
að rekja í stuttu máli. Dálítið svipuð hugmynd
hefur verið kynnt hér á landi af Birni S. Stefáns
syni (2003) sem kallar hana sjóðval, þar sem
hver kjósandi á sjóð atkvæða.
Enn eitt efni sem fjallað er um í bókinni er
fólksflutningar milli landa. Posner og Weyl
segja að það sé almennt til hagsbóta að fólk
flytji þaðan sem laun eru lág til staða þar
sem laun eru hærri. Þeir benda á að Singa
pore vegni vel með tvo innflytjendur á móti
hverjum þremur innfæddum og svipað megi
segja um Ástralíu og NýjaSjáland, þar sem
hlutfall innflytjenda er líka mjög hátt. Þeir
nefna einnig staði á Vesturlöndum, eins og
Toronto í Kanada, þar sem helftin af fólki er
innflytjendur en samt almenn velmegun.
Posner og Weyl álíta að auðug samfélög geti
tvöfaldað íbúafjölda sinn með því að opna
fyrir aukinn innflutning frá fátækari löndum.
Vandinn við þetta er, segja þeir, einkum sá
að stór hluti alþýðu í ríku löndunum telur sér
ógnað af innflytjendum, enda er erfitt fyrir
verkafólk að keppa við nýbúa sem eru vanir
mjög kröppum kjörum og sætta sig við þau
(bls. 146). Tillaga þeirra um lausn á þessum
vanda er mjög í anda markaðshyggju. Þeir
telja að það ætti einfaldlega að leyfa fólki að
bjóða útlendingi til sín, ganga í ábyrgð fyrir
hann og taka gjald fyrir. Verkamaður getur þá
sagt við stéttarbróður í öðru landi: Þú hækkar
laun þín um milljón með því að flytja hingað,
ég fæ vegarbréfsáritun fyrir þig og við
skiptum kjarabótinni á milli okkar.
Þessi tillaga gefur ágæta hugmynd um
tóninn í bókinni. Höfundar hennar eru til að
í bjóða flestum hugmyndum okkar byrginn
og ansi margt sem þeir segja ögrar fólki sem
er alið upp við frjálslyndi af því tagi sem þeir
segja að sé gengið sér til húðar, hvort sem
það heitir hægristefna, vinstristefna eða
eitthvað þar á milli. Úrræði þeirra eru þó
öll rökstudd og skýrð sem rökrétt framhald
af frjálslyndi af því tagi sem tíðkast innan
hinnar breiðu miðju. Þau eru skref í átt að
meiri einstaklingshyggju, meiri markaðs
búskap og auknum hreyfanleika fólks og
fjármuna. Mörg af úrræðum þeirra, eins og
sjóðval, sífelld uppboð á eignum og ábyrgð
einstaklinga á innflytjendum gera ráð fyrir
miklu rafrænu utanumhaldi, skráningu og
eftirliti. Sumar hugmyndir þeirra eru raunar
óframkvæmanlegar án nýjustu upplýsinga
og samskiptatækni.
Deneen og frjálslyndi nútímans
Snúum okkur nú að hinni bókinni. Höfundur
hennar, Deneen, segir að frjálslyndið
(e. liberalism) sé fyrsta pólitíska hugmynda
fræði nútímaríkja; kommúnisminn og
fasisminn hafi komið fram sem andóf gegn
því. En saga síðustu aldar dæmdi kommún
isma og fasisma úr leik og í aldarlok virtist
frjálslyndið eina hugmyndafræðin sem hægt
var að taka alvarlega (bls. 4).
Deneen segir að frjálslyndið sé draumur sem
hafi frá öndverðu búið yfir tilhneigingu til
að breytast í martröð. Hann segir líka að þeir
sem reyni að bæta út göllum frjálslyndra
samfélaga með enn meira frjálslyndi helli í
raun olíu á eld (bls. 4). Það sé sama hvort litið
sé til stjórnmála, hagkerfis eða menntakerfis;
úrræði í anda frjálslyndis, sem ætlað sé að
gefa fólki aukið svigrúm, virki sem fjötrar og
valdi vaxandi gremju (bls. 6).