Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 97
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 95
Arfur Thomasar Hobbes
Eins og áður segir rekur Deneen upphaf
frjáls lyndrar einstaklingshyggju til Thomasar
Hobbes. Bók hans Leviathan sem út kom
1651 hafði ómæld áhrif á stjórnspeki og
hugmyndir manna um þjóðríkin sem voru að
mótast í Evrópu eftir að valdakerfi miðalda
leið undir lok.
Hobbes hugsaði sér að án ríkisvalds væri ekkert
samfélag og ekkert taumhald á mönnum.
Án valdstjórnar lentu frjálsir einstaklingar,
sem hugsuðu bara um eigin hag, í sífelldum
árekstrum og útistöðum. Hann lýsti ríkinu svo
að það væri eins og slíkir einstaklingar hefðu
samið sín á milli um að fá einum aðila einka rétt
til að setja lög og framfylgja þeim. Um þetta
fjallar hann í 13. kafla Leviathan þar sem segir:
Sé ekkert vald sem allir óttast þá ríkir ófriður
og sá ófriður er stríð allra manna gegn
öllum mönnum … Meðan þetta ástand
varir hefur iðjusemi engan tilgang því
afrakstur hennar er ótryggur og því er engin
jarðrækt og engar siglingar og menn nota
ekki vörur sem fluttar eru sjóleiðis; ekki eru
heldur neinar vel búnar byggingar og ekki
neinar vélar til að flytja og fjarlægja hluti
sem mikla krafta þarf við, engin þekking á
yfirborði jarðarinnar, ekkert tímatal, engar
listir, ekkert er skrifað og það er ekki neitt
samfélag. Það versta er þó að menn búa við
stöðugan ótta og sífellda ógn um grimmi
legan dauðdaga og þeir lifa skamma ævi við
einsemd og fátækt og nöturlegan skepnu
skap (Hobbes, 1962, bls. 143).
Frjálslynd stjórnmál hafa gert ráð fyrir að
ríkisvald, og einstaklingsréttindi sem það skil
greinir og ver, komi í veg fyrir þetta ástand.
Menn vita þó að fyrir daga ríkisvalds lifði stór
hluti fólks í friði og sátt svo að sagan um
samkomulag til að binda enda á þá skelfingu
sem Hobbes lýsti, og kallaði stríð allra gegn
öllum, er ekki bókstaflegur sannleikur.
Ef Deneen hefur lög að mæla er hins vegar
áleitin spurning hvort hagskipan og samfélags
hættir sem frjálslynd öfl beita sér fyrir skapi
ástand þar sem engin lögregla er nógu
fjölmenn til að fólki finnist það öruggt.
Lokaorð
Það er fróðlegt að lesa þessar tvær bækur
saman vegna þess að þær benda á sömu
ógöngur en vísa hvor í sína áttina á leið út úr
þeim. Posner og Weyl huga einkum að ráðum
gegn stöðnun, minnkandi hagvexti og
vaxandi stéttaskiptingu. Úrræði þeirra auka
hreyfanleika fólks og eigna og hætt er við að
þau geri félagslegan veruleika enn hverfulli
en hann er nú þegar. Deneen hefur minni
áhyggjur af eiginlegum efnahagsmálum, en
hugsar meira um rótleysi og öryggisleysi og
niðurbrot lífshátta sem fólk þarf að styðjast
við svo það læri að stjórna sér sjálft. Ráð
hans eru því að hlúa að stöðugleika, einkum
í smærri félagsheildum en ríkinu. Ég held að
enginn viti hvort hægt er að gera þetta án
þess að festast í þeim hjólförum stöðnunar
og stéttaskiptingar sem Posner og Weyl vara
við. Svör við spurningum um þau efni eru
ekki fundin.
En meðan menn skrifa bækur eins og þessar
tvær er að minnsta kosti leitað að lausnum á
vandamálum samtímans.
Höfundur er heimspekingur og dósent við
Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Rit
Atli Harðarson. (2006). Frjálshyggjan og stjórnmál
nú tímans. Stefnir – tímarit um þjóðmál, 56(1), 31–35.
Atli Harðarson. (2007). Um hjónabönd samkynhneigðra.
Skírnir, 181(1), 203–215.
Atli Harðarson. (2015). Alþjóðleg mannréttindi. Skírnir,
189(2), 444–473.
Björn S. Stefánsson. (2003). Lýðræði með raðvali og sjóðvali.
Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Hobbes, Thomas. (1962). Leviathan.
Glasgow: Collins–Fontana.
Polanyi, Karl. (2001). The great transformation: The political
and economic origins of our time (2. útgáfa). Boston, MA:
Beacon Press.
Scott, James C. (1998). Seeing like a state: How certain
schemes to improve the human condition have failed.
New Haven, CT: Yale University Press.
Scott, James C. (2012). Two cheers for anarchism: Six easy
pieces on autonomy, dignity, and meaningful work and play.
Princeton, NJ: Princeton University Press.
Scott, James C. (2017). Against the grain: A deep history of
the earliest states. New Haven, CT: Yale University Press.