Þjóðmál - 01.12.2019, Side 7

Þjóðmál - 01.12.2019, Side 7
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 5 ekki til vegagerðar eins og þeim er ætlað – en eru engu að síður innheimt. Gistinátta­ gjaldið og kolefnisgjaldið eru líka dæmi um tekjustofna sem renna bara í hítina sem kallast ríkissjóður, þótt þeim hafi upphaflega verið ætlað annað hlutverk. *** Það er nauðsynlegt að hafa þetta í huga því reglulega heyrum við af frjóum hugmyndum stjórnmálamanna um einstaka skatta og gjöld sem hægt sé að innheimta til að setja í margvísleg verkefni á vegum hins opinbera. Það hefur til dæmis verið rætt um að setja komugjald á ferðamenn í þeim tilgangi að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Það verður að teljast afar ólíklegt að það fjármagn myndi skila sér þangað í gegnum Arnarhól. *** Í framhaldi af spurningu Ástu sem fjallað var um hér í upphafi mætti einnig spyrja: Verður einhvern tímann hægt að vinda ofan af þessu? Eins og staðan er núna yrði svarið líklega nei. Það bendir ekkert til þess að á næstu árum verði undið ofan af verkefnum ríkisins. Það er enginn flokkur sem raunverulega hefur það á stefnuskrá ríkisins að minnka umsvif þess (minnka báknið). Stjórnmálaflokkarnir hafa mismunandi góðar leiðir til að ráðstafa því fjármagni sem ríkið aflar en það verður sjaldnast til þess að minnka umsvif ríkisins. Í huga þeirra flestra er ekki til það vandamál sem ríkið getur ekki leyst með peningum. Umræðan snýst sem fyrr segir frekar um hvernig sækja á aukið fjármagn. *** Við byrjum iðulega á öfugum enda þegar við ræðum um skatta og metum skattstefnuna út frá þörfum ríkisins – sem er sem fyrr segir óseðjandi. Kjörtímabilið er nú rúmlega hálfnað og að öllu óbreyttu verða alþingiskosningar árið 2021. Sjálfstæðisflokkurinn er líklega eini flokkurinn sem mun tala fyrir skatta­ lækkunum en þó er rétt að stilla væntingum í hóf. Flokkurinn þarf engu að síður að móta alvöruskattastefnu, stefnu sem miðast ekki við þörf ríkisins fyrir fjármagn heldur eingöngu það hvernig bæta megi enn frekar hag heimila og fyrirtækja í landinu. Annars er allt eins líklegt að Miðflokkurinn geri það. Sigmundur Davíð hefur áður sýnt að hann er maður stórra hugmynda og er líklegur til að koma þeim í verk. Gísli Freyr Valdórsson Við byrjum iðulega á öfugum enda þegar við ræðum um skatta og metum skattstefnuna út frá þörfum ríkisins – sem er sem fyrr segir óseðjandi.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.