Þjóðmál - 01.12.2019, Page 10

Þjóðmál - 01.12.2019, Page 10
8 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Jón Hallur Stefánsson svaraði Hallgrími Helgasyni: „Það er einmitt sæluhrollurinn sem ég er að vara við Hallgrímur, kikkið sem maður fær við að rífa kjaft og móðga einhvern, eða heyra einhvern annan gera það fyrir sig. Ég er ekki að biðja um kurteisi en ef þú ert að gagnrýna stjórnmálaflokk og stenst ekki mátið að slengja einhverjum krassandi merkimiða á hann (barnaníðingaflokkur, krabbamein) til að gleðja skoðanabræður þína ertu um leið að grafa undan því að gagnrýni þín hafi nein önnur áhrif en að vekja þennan eftirsótta sæluhroll. Þú getur að minnsta kosti ekki búist við málefnalegum svörum, er það?“ Hallgrímur svaraði Jóni Halli á þann veg að hann væri löngu hættur að búast við málefnalegum svörum, hann væri „búinn að standa í þessu of lengi til þess. Það eina sem bítur eru svona nicknames Bláa höndin og krabbamein“. Jón Hallur svarar að sér þyki „sorglegt“ að Hallgímur beiti sjálfur „þessari aðferð“ þótt Bláa höndin hafi verið „fínt hugtak“, það hafi verið „greining í því“. Hallgrímur Helgason ritaði grein í Morgunblaðið 13. september 2002 undir fyrirsögninni Baugur og Bláa höndin. Hann gagnrýndi þar Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, fyrir að veitast ítrekað að „spútnikfyrirtækinu Baugi“. Guðfaðir nýja hagkerfisins hefði snúist gegn „bestu börnum þess“. Hallgrímur sagðist hafa vonað að íslenska efnahagskerfið væri loksins að fullorðnast og hann tæki sárt „að sjá lögregluvaldi misbeitt gegn framsæknum viðskiptamanni [Jóni Ásgeiri Jóhannessyni] á ögurstundu“. Einn stærsti árangur Íslendinga í alþjóðaviðskiptum hefði verið eyðilagður af litlum mönnum með stór völd. „Bestu viðskiptasonum Íslands“, Baugsmönnum, hefði ekki tekist að eignast Arcadia í Bretlandi með Philip Green. Þarna vísar Hallgrímur til þess málatilbúnaðar Jóns Ágeirs að Philip Green hefði fallið frá viðskiptum við sig vegna lögreglu­ rannsóknarinnar gegn sér. Hallgrímur Helgason tók upp hanskann fyrir peninga­ og viðskiptamenn fyrir hrun. Hann hvatti til þess að Samfylkingin beitti sér í þágu hluta þeirra til að fella Sjálfstæðisflokkinn og Davíð Oddsson. Aðför hans misheppnaðist og nú vonar hann að árangur náist með því að líkja Sjálfstæðisflokknum við krabbamein! Sir Philip Green hefur átt skrautlegan feril. Tillaga um að svipta hann sir­nafnbótinni var samþykkt í neðri deild breska þingsins árið 2016 án þess að eftir henni væri farið. Hann stendur í stórræðum í Bandaríkjunum til að verjast ásökunum um kynferðislega áreitni. Fjármálaveldi hans er ekki svipur hjá sjón og er nú talað um hann sem fyrrverandi milljarða mæring. Útifundir og krafa um stjórnarskrárbreytingu vegna uppljóstrana um mútur við öflun veiðiheimilda undan strönd Namibíu mynda ekki neina samstöðu í stjórnarskrármálinu hér á landi. Þvert á móti eru þessir fundir og málflutningurinn á þeim til þess eins fallinn að auka sundrung meðal þjóðarinnar.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.