Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 11

Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 11
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 9 III. Í ömurlegri ræðu sinni á útifundi Stjórnar­ skrárfélagsins sagði rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson á hreinu að Sjálfstæðis flokkurinn væri „krabbamein“, „öll hneykslismál, allir skandalar, öll spilling á Íslandi tengist Sjálfstæðisflokknum á einn eða annan hátt“. Þá kom þetta: „Það væri þá kannski eðlilegt ef heiðarlegir einstaklingar innan flokksins áttuðu sig á því hverskonar mafíu þeir tilheyra og færu í einhverskonar sjálfsskoðun. En nei. Aldrei í jarðarsögunni hefur krabbamein farið í sjálfs skoðun. Sjálfstæðisflokkurinn er þar engin undantekning.“ Bragi Páll veittist að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, auk annars fólks sem hann nafngreindi með orðavali og líkingum sem hér verða ekki endurbirtar. Að rithöfundur skuli setjast niður og semja slíkan texta til flutnings á útifundi lýsir innræti hans betur en þeim sem um er fjallað með níðorðunum. Þegar kom að stjórnarskránni í fúkyrða­ flaumnum sagði rithöfundurinn: „Athugum líka að stjórnarskránni, sem Íslendingar kusu um og samþykktu, var stungið ofan í skúffu, og Bjarni Benediktsson sagði síðast árið 2017 að það væri engin ný stjórnarskrá til. Púff, ekki til! Veldu hönd, neibb, engin stjórnarskrá þarna! Hver elskar ekki smá daður við fasisma?“ Þessi orð sýna að Bragi Páll veit ekkert um stjórnarskrármálið og gang þess. Hann lifir og hrærist fyrir skítkast í garð þeirra sem hann er ósammála. Hann lauk hatursávarpi sínu á þessum orðum: „Og hvað ætlum við þá að gera? Ég veit allavega hvað ég ætla að gera. Kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Og héðan í frá ætla ég að tala um mafíusamtökin Sjálfstæðisflokkinn sem bláa krabbameinið.“ Þarna tengir Bragi Páll sig við Hallgrím Helgason og samhengið sannar enn málefna­ fátæktina og skortinn á sköpunar gáfu. Jón Hallur Stefánsson kemst réttilega að orði þegar hann segir: „Viðbrögð meðlima og ráðamanna Sjálfstæðis flokksins geta ekki orðið önnur en þau að brynja sig gegn gagnrýninni einsog hún leggur sig. Fyrir þeim getur þetta ekki verið annað en óvinatal, fjand­ menn að berja sér á brjóst, orðunum er ekki beint til þeirra heldur aðeins og eingöngu til jábræðra á vinstri kantinum. Það er alltof auðvelt að hrista af sér gagnrýni af þessu tagi, eitraða gagnrýni, hún er „ekki svara verð“ og henni er í raun og veru ekki svarandi. En er þessi orðræða þá til þess fallin að fylkja öllu „góðu“ fólki saman gegn Sjálfstæðisflokknum, einsog hlýtur eiginlega að vera tilgangurinn? Ég held ekki. Stjórnmálaumræða á Íslandi hefur tilhneigingu til að snúast alfarið um Sjálfstæðisflokkinn, á jákvæðum eða neikvæðum nótum, og ég þarf engan auglýsingasálfræðing til að upplýsa mig um hvaða áhrif það hafi. Púkinn á fjósbitanum, þið munið. Hættum þessu. Þetta er hvorki fallegt né vænlegt til árangurs.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.