Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 12

Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 12
10 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 IV. Fleira gerðist á þessum útifundi Stjórnarskrár­ félagsins laugardaginn 7. desember 2019 en að rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson flytti óhróðurinn um Sjálfstæðisflokkinn. Nú fær Valdimar H. Jóhannesson orðið. Hann kynnir sig sem andstæðing gjafakvótakerfisins og sagði á blogg.is sunnudaginn 8. desember 2019: „Fundurinn var nýbyrjaður þegar hópur barna var leiddur fram á sviðið til að flytja afar umdeilanlegan áróður í loftslagsmálum og innflytjendamálum. Hópurinn var kenndur við barnaveldi og er í mínum huga skýrt dæmi um barnaníð af versta tagi þegar þessi litlu skinn eru heilaþvegin til að flytja áróður fyrir ljótar sálir sem þykir sæma að nota börn sem leikmuni í sínu glórulausa ofstæki í málum sem voru alls óskyld þeim málum sem ég var kominn til að mótmæla. Þetta var andleg nauðgun af versta tagi að leiða fólk í eins konar gildru til þess að fá sýnilegan stuðning hjá fólki sem alls ekki styður þennan málstað. Ég gékk af fundi og mun aldrei láta sjá mig á opinberum fundi sem þetta fólk stendur fyrir í framtíðinni. Svei þeim!“ Þegar allt þetta er lesið er ekki unnt að komast að annarri niðurstöðu en að Stjórnarskrár­ félagið hafi einfaldlega villst af leið. Það tileinki sér baráttuaðferðir sem gangi fram af öðrum en innvígðum og innmúruðum. Án sérstaks geðslags er ógjörningur að sjá að þetta séu rök fyrir nýrri íslenskri stjórnarskrá. Hvernig ætla menn að færa þennan boðskap í stjórnlagatexta? Þetta er ekki annað en pólitískt skítkast á lægsta plani. V. Alþingi samþykkti fjárlög ársins 2020 miðviku­ daginn 27. nóvember 2019. Að samstaða náist um fjárlög og þau séu samþykkt svo snemma er til marks um góða samstöðu stjórnarflokkanna um þau mál sem mestu skipta um stöðu og stefnu þjóðarskútunnar. Hér að ofan er því lýst hvernig sjónvarps­ þáttur um spillingu í Namibíu hleypti lífi í Stjórnarskrárfélagið sem birtist síðan eins og öfgasamtök gegn Sjálfstæðisflokknum á Austurvelli. Sami þátturinn um Namibíu varð einnig haldreipi stjórnarandstöðunnar á lokametrum fjárlagaafgreiðslunnar. Þá var fluttur spuni sem var reistur á þeim hugarburði að ríkisstjórnin og sérstaklega sjálfstæðismennirnir Bjarni Benediktsson, fjármála­ og efnahagsráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ætluðu að beita eftirlitsstofnanir fjárhags­ legum þvingunum til að þær hefðu ekki burði til að rannsaka mál tengd spillingunni í Namibíu. Þegar fjárlögin komu til atkvæðagreiðslu sagði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir að þau væru góð fjárlög sem stuðluðu að uppbyggingu en féllu um leið á árangurs­ ríkan hátt að hagsveiflunni. Jafnframt tók hún undir með fjármálaráðherra og dóms­ málaráðherra að eftirlits­ og rannsóknar­ stofnunum yrði „tryggt fullt svigrúm“ til að sinna rannsóknum vegna ýmissa verkefna „sem nýlega eru komin upp“ eins og ráðherrann orðaði það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.