Þjóðmál - 01.12.2019, Side 14

Þjóðmál - 01.12.2019, Side 14
12 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Sigurður Hannesson Innviðir með samvinnuleið Innviðauppbygging Innviðir eru þess eðlis að ef þeir eru traustir þá tökum við ekki eftir þeim eða öllu heldur göngum að þeim sem sjálfsögðum hlut. Afleiðingarnar blasa hins vegar við okkur ef innviðirnir bregðast. Þannig erum við reglulega minnt á mikilvægi traustra innviða. Innviðir landsins eru að stóru leyti byggðir upp af hinu opinbera og munar þar mest um samgöngu­ og orkuinnviði. Undanfarinn áratug eða svo hafa innviðir landsins setið á hakanum og fjármagni varið í önnur málefni. Afleiðingar þessa eru reglulegt fréttaefni og með þessu hefur skuldum verið velt á komandi kynslóðir. Ljóst er að stórátak þarf til að koma innviðum landsins í ásættanlegt horf og þar ætti hið opinbera að horfa til einkaaðila í meira mæli. Hvalfjarðargöngin, sem Spölur byggði og rak, eru gott dæmi samvinnuleið við uppbyggingu innviða. Erlendis þekkjast slík verkefni á sviði vegaframkvæmda, flugvalla, raforku og fasteigna svo dæmi séu tekin. Mynd: VB/HARI.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.