Þjóðmál - 01.12.2019, Side 17

Þjóðmál - 01.12.2019, Side 17
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 15 Ýmsar útfærslur Samvinnuleið er ekki ein tiltekin leið heldur eru á henni margar útfærslur. Helstu þættir sem slíkur langtímasamningur fjallar um eru eftirfarandi: • Hönnun • Framkvæmdir • Fjármögnun • Viðhald • Rekstur Samningur er gerður til langs tíma, t.d. 20 ára. Þar með fara hagsmunir saman þar sem hönnun og framkvæmdir þurfa að standast tímans tönn og lágmarka viðhald og rekstrar­ kostnað á samningstímanum. Í þessu er innbyggður hvati til nýsköpunar til að útfæra lausnir sem draga úr kostnaði til lengri tíma litið án þess að draga úr gæðum. Útfærsla samninga skiptir meginmáli. Eins vel og samvinnuleiðin getur reynst eru vissu lega til dæmi um hið gagnstæða. Af þeim dæmum má læra en þau eiga ekki að fæla frá. Í upphafi þarf endinn að skoða og því þarf að taka afstöðu til grundvallarþátta eins og eignarhalds að loknum samningstíma. Sem fyrr segir er minni sveigjanleiki eftir að samningi hefur verið komið á þannig að undirbúning þarf að vanda sérstaklega vel. Forgangsröðun verkefna Fjárfestingar í samgönguinnviðum eru skilgreindar í samgönguáætlun stjórnvalda, annars vegar til fimm ára og hins vegar til 15 ára. Þessar áætlanir segja til um forgangs­ röðun verkefna en hún er að miklu leyti pólitísk frekar en að byggjast á svokölluðum kostnaðar­ábatagreiningum þar sem litið væri á framkvæmdir sem fjárfestingar og þeim forgangsraðað eftir þjóðhagslegri arðsemi. Aðra þætti þarf einnig að vega og meta eins og öryggi vegfarenda og mikilvægi innviða út frá útflutningsgreinum. Með samvinnu­ leið fæst náttúruleg forgangsröðun því ef verkefni er ekki ábatasamt er ekki ráðist í það. Þau verkefni sem eru ábatasömust eru framkvæmd fyrst. 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200 Br as ilí a Br et la nd Ka na da In dl an d Ba nd ar ík in He im sm eð al ta l Þý sk al an d Sp án n Kí na Pó lla nd Íta lía Sv iss Su ðu r A frí ka Da nm ör k Ísl an d No re gu r Ja pa n Virði innviða, % af VLF

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.