Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 26

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 26
24 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 „Það verður að höggva á þennan hnút með t.d. þeim hætti að löggjafinn setti lágmarks­ stærð á stéttarfélög með sama hætti og gert er fyrir sveitarfélög. Þetta mætti gera með góðri aðlögun, til dæmis á 5­10 ára tímabili. SA hafa reglulega vakið máls á þörf fyrir breytingar á vinnulöggjöfinni, þ.e. lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, á liðnum árum. Það er vitanlega umdeilt og pólitískur vilji eða kjarkur virðist ekki fyrir hendi þótt hún sé barn síns tíma og hafi lítið breyst frá því að hún var sett árið 1938. Löggjöfin er að verða níræð og er nátttröll sem hamlar framþróun á vinnumarkaði. Viðkvæðið hjá stjórnmálamönnum hefur verið að það þurfi að vera fyrir hendi algjör sátt á milli SA og ASÍ til þess að breyta löggjöfinni. Sú algjöra sátt hefur í raun aldrei náðst og mun ekki nást.“ Þú nefnir að íslenskur vinnumarkaður skeri sig úr í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Eru aðrir þættir sem hafa heppnast vel þar sem við gætum nýtt okkur hér á landi? „Það eru fjölmargir þættir. Í Danmörku, þar sem stéttarfélög eru skipulögð á starfsgreina­ grundvelli eins og hér á landi, andstætt atvinnugreinaskipulagi í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, þurfa félög sem eiga ósamið að taka afstöðu til samningsins sem markað hefur stefnuna,“ segir Halldór Benjamín. Það gerist fyrir atbeina ríkissáttasemjara, sem leggur fram eina sameiginlega miðlunartillögu fyrir þessa hópa, ef þau hafa ekki gert samninga á eigin spýtur. „Það þýðir að lítil stéttarfélög geta ekki dregið endalaust að gera samning við viðsemjendur sína og reynt að ná fram meiri launahækkunum en almennt hefur verið samið um, því eftir ákveðinn umþóttunartíma leggur ríkissátta­ semjari Danmerkur fram eina sameiginlega miðlunartillögu sem nær til allra stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði með þeim kjara breytingum sem felast í hinum stefnu­ markandi kjarasamningi sem stóru heildar­ samtökin hafa samið um. Þar skapast sterkur leikjafræðilegur hvati fyrir stéttarfélög að semja snemma til þess að hafa áhrif á niðurstöðuna. Þar með er búið að breyta því ferli sem er mjög tafsamt á Íslandi og sér ekki enn fyrir endann á. Þess vegna hefur málflutningur okkar verið alveg kristaltær gagnvart okkar viðsemjendum; við erum að semja um Lífskjarasamninginn og útfærslur á honum. Útfærslur geta verið ýmsar á samningnum en grunnurinn sem er markaður, krónutöluhækkanir yfir samnings tímabilið, hagvaxtarauki og launa þróunartrygging, eru grunnþættir Lífskjara samningsins sem munu gilda og marka launastefnuna í landinu. Frá þeirri nálgun munum við hvergi hvika.“ Kemur ekki til greina að víkja frá þessum þáttum til að klára samninga við þau 3% sem eftir eru? „Afdráttarlaust nei, og ég á þetta samtal við vini mína í verkalýðshreyfingunni mjög oft,“ segir Halldór Benjamín. „Það er ekki valkostur fyrir SA að svara kröfum einhvers stéttarfélags með þeim hætti að félagsmenn þess séu það sérstakir eða fáir að þeim standi til boða allt öðruvísi samningur en Lífskjarasamningurinn og meiri launahækkanir. Ef SA kæmu fram með þeim hætti myndu þau þurfa að rekja upp alla gerða kjarasamninga, við u.þ.b. 70 stéttar­ félög og 120 þúsund manns. Grunnurinn er alltaf sá sami; að gera stefnumarkandi kjarasamninga og fylgja þeim síðan eftir allt til loka samningalotunnar. Í leikjafræðinni kallast þetta fullkomlega trúverðug hótun, þ.e. hver og einn á að geta séð fyrir viðbrögð okkar við samningaborðið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.