Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 27

Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 27
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 25 Sósíalismi á ekkert erindi á 21. öldinni Eins og fjallað var um hér í upphafi hefur orðið mikil breyting á forystuliði ýmissa verkalýðsfélaga. Stærstu félögunum er nú stýrt af einstaklingum sem aðhyllast sósíalisma eða popúlisma og hafa talað á þeim nótum að hér á landi þurfi að eiga sér stað sósíalísk bylting. Samtalið við verkalýðshreyfinguna er því ekki eingöngu um tækni­ legar útfærslur á kjarasamningum heldur einnig á hugmyndafræðilegum nótum. „Hugmyndafræði kommúnista og sósíalisminn hefur oftar en ekki leitt til takmarka­ lausrar mannlegrar þjáningar og á ekkert erindi á Íslandi á 21. öldinni,“ segir Halldór Benjamín aðspurður um þetta. „Undirtektir samfélagsins við hugmyndafræði sósíalismans eru enda engar og þeir sem boða þessa hugmyndafræði ná ekki í gegn. Ég geri engar athugasemdir við það. Fólk er bæði minnugt og vel lesið og veit hvað virkar og hvað ekki. Blandað markaðshagkerfi er ekki bara spurningin heldur líka svarið og ég fagna hverju tækifæri til að rökræða það. Ég hef gaman af sósíalistum. Út frá hagsmunum launafólks er hins vegar ljótur leikur að blanda saman verkalýðsbaráttu og sósíalisma. Þar tapa allir. Auðvitað er þeim frjálst að reka sína hugmyndafræði. SA eru ekki flokkspólitísk samtök, við styðjum markaðs­ hagkerfið en ekki skilyrðislaust því þau eru hluti af stærra samfélagi. Markaðshagkerfið er þó grunnstefið sem við leitum til þegar við sjáum fram á nýjar áskoranir.“ SA hafa þó blandað sér inn í pólitíska umræðu og eru óhrædd við að tala fyrir markaðs- hagkerfinu, líklega meira eftir að þú tókst við sem framkvæmdastjóri en áður. Líta SA einnig á sig sem hugveitu hugmynda? „Innan vébanda SA er alls konar fólk, með ýmsar skoðanir, úr mörgum stjórnmála­ flokkum og með mismunandi sjónarmið. Við erum breiðfylking. Og við eigum að vera breiður hópur sem talar inn í samfélagið um hluti sem samfélagið varðar. Þá þýðir ekki að samsetningin sé einsleit, við þurfum að hlusta eftir og skilja ólík sjónarmið,“ segir Halldór Benjamín. „En til þess að svara spurningu þinni beint, þá tel ég að til þess að ná árangri í megin­ þáttum sem tengjast starfsemi SA, sem eru gerð kjarasamninga á almennum vinnu­ markaði, þá þurfi að undirbúa jarðveginn vel til þess að koma fram með hluti sem eru byggðir á markaðslausnum. Þess vegna má forysta SA ekki veigra sér við að taka hugmyndafræðilega slagi til varnar frjálsu markaðshagkerfi. Hagvaxtaraukinn í Lífskjara­ samningnum er dæmi um slíkt. Það þarf að vera búið að ræða við almenning og fjalla um það í víðu samhengi hvernig hagvöxtur einn og sér styrkir efnahagslega stöðu þjóðarbúsins og efnahagsleg gæði heimilanna. SA þurfa líka að þróast með tímanum og við þurfum að hlusta á raddir samfélagsins og aðlagast, annars dagar samtökin uppi sem nátttröll. Við getum bara tekið dæmi um það hvernig almenn umræða þróast og á sér stað á samfélagsmiðlum. Við tökum þátt í þeirri umræðu og á þeim vettvangi. Við verjum í það bæði tíma og fjármunum og gerum myndbönd sem segja flókna sögu á einfaldan máta. En það er rétt að starfsemi SA er víðtækari núna en hún hefur verið og sú þróun mun halda áfram. Sterk hugmyndafræði, sett fram á skiljanlegan og aðgengi­ legan máta, styrkir stöðu Samtaka atvinnulífsins til framtíðar. Í frumkvæði er fólgið mikið vald.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.