Þjóðmál - 01.12.2019, Side 35

Þjóðmál - 01.12.2019, Side 35
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 33 rekendur og launafólk ætlist til þess að ríkisstjórnin komi að samningunum í hvert sinn því annars muni eitthvað fara úrskeiðis í samfélaginu. Að sama skapi finnst mér holur hljómur í yfirlýsingum verkalýðshreyfingar sem segir að ef ríkisstjórnin verði ekki við ákveðnum kröfum þá verði kröfurnar til atvinnurekenda þeim mun meiri. Þetta hljómar mjög kunnuglega en er verkalýðs­ hreyfingunni ekki samboðið. Við þurfum að fara upp úr þessu fari og hefja kjaraviðræður á tveimur spurningum: hvar erum við stödd í hagsveiflunni og hvað er til skiptanna? Það skiptir engu máli hvort menn ætla að sækja kjarabætur til atvinnurekenda eða ríkisins, ef verðmætin eru ekki til þá eru þau ekki heldur til skiptanna. Punktur.“ Þá segir Halldór Benjamín að þrátt fyrir fyrr­ nefnda tekjuskattslækkun greiði fyrirtækin enn hátt tryggingargjald. „Það er lítið búið að lækka tryggingargjaldið, sem er um 100 milljarðar króna á ári. Það er mjög þungur baggi á fyrirtækjum, sérstak­ lega litlum og meðalstórum fyrirtækjum,“ segir Halldór Benjamín. „Ég er sannfærður um að besta leiðin til að veita súrefni inn í efnahagsumhverfið nú er tvíþætt; annars vegar að lækka tryggingar­ gjaldið markvisst og hins vegar að afnema bankaskattinn sem er ósanngjarn og óskil­ virkur skattur á einstaklinga og fyrirtæki í landinu. Það, að kalla þetta bankaskatt, er einhvers konar öfugmæli hjá ríkinu, þetta eru auknar álögur á láglauna­ og millitekjufólk, en ekki hátekjufólk, og einnig á fyrirtækin í landinu. Í fullkomnum heimi myndu SA og verkalýðsfélögin ná samstöðu um að styðja ríkið við að afnema bankaskattinn en verkalýðshreyfingin hefur ekki megnað að ná saman um það.“ gislifreyr@thjodmal.is

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.