Þjóðmál - 01.12.2019, Side 40

Þjóðmál - 01.12.2019, Side 40
38 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Alþjóðastjórnmál Kjartan Fjeldsted Popúlismi, evran og hugsanleg aðild að ESB Í þessari grein færi ég rök fyrir því að upp­ gangur „popúlískra“ afla í Evrópu eigi sér að hluta til skýringu í stofnanauppbyggingu Evrópusambandsins, sem grefur undan þjóðríkinu, sem er þrátt fyrir allt sú skipulags­ eining, sem nýtur hollustu þegnanna og er meginvettvangur lýðræðislegrar umræðu og pólitískrar ábyrgðar. Æskilegt væri að endur­ skipuleggja sambandið og færa völd aftur til aðildarríkjanna en vanhugsað efnahags­ og myntbandalag hefur torveldað þá leið. Á sama tíma er engin samstaða um þær breytingar, sem nauðsynlegar væru til að evrusamstarfið virkaði sem skyldi, enda væri sú aukna miðstýring sem því fylgdi óæskileg. Afleiðingin er sú að sambandið kemst hvorki aftur á bak né áfram og er fast í eins konar pattstöðu, sem ekki er augljóst hvernig hægt er að leysa. Vegna þess hversu ósveigjanleg stofnanauppbygging sambandsins er hafa allir valkostir hvað varðar fyrirkomulag samskipta við það talsverða ókosti í för með sér. Upptaka evru fæli í sér afdrifarík mistök sem mikilvægt er að forðast. Í því ljósi er lítið að græða á fullri aðild; áhrif Íslands yrðu nokkurn veginn jafn lítil innan sambandsins og þau eru utan þess meðan að aðild hefði í för með sér að vægi evrópskra laga í íslensku lagaumhverfi yrði mun meira en raunin er í dag. EES­samningurinn er skásti hugsanlegi valkosturinn, betri en bæði full aðild og hugsanlega vera utan innri markaðarins.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.