Þjóðmál - 01.12.2019, Síða 41

Þjóðmál - 01.12.2019, Síða 41
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 39 Vaxandi óánægja innan Evrópusambandsríkjanna Evrópusambandið hefur þurft að takast á við margar áskoranir á undanförnum árum. Gagnrýni á sambandið frá bæði vinstri og hægri kanti stjórnmálanna hefur aukist veru lega og takmarkast hún ekki aðeins við þau ríki, sem verst hafa farið út úr efnahags­ kreppunni, heldur nær hún nú einnig til lykil­ ríkja sambandsins. Í síðustu þingkosningum í Þýskalandi fengu Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, þannig verstu útreið sína í 30 ár og nýr flokkur, Alternative für Deutschland, sem gagnrýninn er á sambandið og andvígur evrunni, varð þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu. Vinstra megin á litrófinu bætti Die Linke, sem einnig er andvígur evrunni, við sig þingsætum. Óánægja með sambandið er einnig víðtæk innan Kristilega demókrataflokksins sjálfs, þar sem margir eru gagnrýnir á peninga­ stefnu Seðlabanka Evrópu og kaup hans á ríkisskuldabréfum á almennum markaði, sem þeir telja að brjóti í bága við stofnsáttmála sambandsins. Í síðustu forsetakosningum í Frakklandi munaði litlu að Frakkar kysu sér forseta sem andsnúinn er ESB í núverandi mynd; Jean­Luc Mélenchon, sem áður tilheyrði vinstri armi sósíalistaflokksins, hlaut 19 prósent í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna og hefði átt möguleika á að sigra hvort sem er Marine Le Pen, formann frönsku Þjóðfylkingarinnar, eða sigurvegarann, Emmanuel Macron, í annarri umferð kosninganna. Raunar hlutu Mélenchon og Le Pen, sem bæði eru gagn­ rýnin á sambandið, samtals um 41 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna og valið hefði allt eins getað staðið milli þeirra tveggja í annarri umferðinni. Á Ítalíu, þar sem kjósendur hafa þó verið einna jákvæðastir gagnvart ESB, hafa langvinnir erfiðleikar í efnahagslífinu magnað upp óánægju og raddir sem kalla eftir brotthvarfi Ítalíu úr evrusamstarfinu gerst háværari. Eins og frægt er orðið völdu breskir kjósendur svo að ganga úr sambandinu í þjóðaratkvæða­ greiðslu sumarið 2016. Þá hafa sum ríki Mið­ og Austur­Evrópu gert uppreisn gegn þeim gildum, sem þau þurftu að skrifa upp á við inngöngu í sambandið, en trúðu ef til vill aldrei fyllilega á. Hnattvæðing og Evrópusamruni Það er óhjákvæmilegt að setja þessa þróun í samhengi við bæði langvarandi efnahags­ kreppu og getuleysi aðildarríkjanna til að bregðast við henni með afgerandi hætti. Ástæðu þessa er að miklu leyti til að rekja til áhrifa hnattvæðingarinnar en einnig Evrópu­ samrunans sjálfs. Hnattvæðingin felur í sér aukið flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks yfir landamæri og dvínandi getu þjóðríkjanna til að setja slíku flæði takmarkanir. Evrópusamruninn eins og hann hefur þróast hefur svo magnað upp þessi áhrif hnattvæðingarinnar. Vega tveir veigamestu þættirnir í evrópsku samstarfi þar þyngst – annars vegar innri markaðurinn, sem varð til með Einingarlögum Evrópu, sem gengu í gildi árið 1987; og hins vegar efna­ hags­ og myntbandalagið, sem komið var á fót með Maastricht­sáttmálanum árið 1992. Innri markaðurinn og nýjasta bylgja hnatt­ væðingarinnar, sem fylgdi endalokum kalda stríðsins, hófu því að hafa áhrif á svipuðum tíma, eða í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Afleiðingarnar á evrópsk stjórnmál hafa verið að koma fram í kjölfar efnahagskreppunnar sem hófst árið 2008.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.