Þjóðmál - 01.12.2019, Page 45

Þjóðmál - 01.12.2019, Page 45
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 43 Pattstaða á evrusvæðinu Í erindi sem Macron Frakklandsforseti hélt í september 2017 um framtíð sambandsins kallaði hann eftir sameiginlegum fjárlögum fyrir evrusvæðið og samræmingu á skatt­ kerfum og almannatryggingum evruríkjanna. Næðu tillögur Macrons fram að ganga mundi ójafnvægið í uppbyggingu evrusvæðisins að hluta til leiðréttast. En um leið yrði líka enn eitt skrefið tekið í átt að því að búa til eins konar fjölþjóðlegt ríki á evrópskum skala. Slíkt væri stórt veðmál gegn þeirri þróun mála í Evrópu undanfarin 200 ár að þjóðir kljúfi sig út úr fjölþjóðlegum ríkjum og myndi þess í stað eigin þjóðríki. Slík voru örlög Austur ríkis­Ungverjalands fyrir rétt um hundrað árum; og Sovétríkjanna og Júgóslavíu í lok kalda stríðsins. Stærri og fjölbreyttari Evrópuríkin eru raunar þegar í vandræðum með að halda úti sameigin­ legum ríkisfjármálum: Katalónía vill ekki niðurgreiða fátækari héruð Spánar; Norður­ Ítalía vill ekki borga fyrir héruðin í suðri; Englendingar kvarta yfir niðurgreiðslum til Skota; og svo mætti áfram telja. Ef ráðstöfun skattfjár innan landamæra núverandi aðildar­ ríkja er jafn miklum erfiðleikum háð og raun ber vitni verður að efast um að samevrópsk fjárlög séu æskilegt eða raunhæft skref. Þá mundi slík þróun óhjákvæmilega vekja áleitnar spurningar um lýðræðislegt aðhald. Útséð er með að Evrópuþingið geti sinnt því hlutverki sem skyldi. Ákvarðanir um ráðstöfun þess fjár, sem úthluta þyrfti af samevrópskum fjárlögum, yrðu því teknar í umhverfi þar sem erfitt er að koma við hefðbundinni pólitískri ábyrgð. Meginveikleiki Evrópusamrunans hefur raunar alltaf verið sú rökvilla að hægt sé að búa til eins konar yfirþjóðlegt lýðræði. Beinar kosningar til Evrópuþingsins, sem fóru fyrst fram fyrir rúmum fjórum áratugum, voru einmitt tilraun til þess að leiðrétta þann lýðræðishalla sem oft er talinn einkenna sambandið. En eins og de Gaulle og fleiri bentu á er lýðræðið samofið fullveldinu; það á sér rætur í menningu og hefðum ákveðins samfélags. Samevrópskt lýðræði verður alltaf þversögn svo lengi sem engin er evrópsk þjóðin. Ýmsir hafa þó réttilega bent á að fullveldis­ hugtakið er stundum misnotað í Evrópu­ umræðunni. Ríki getur vissulega verið fullvalda og verið aðili að sambandinu. Lykilatriðið er hins vegar það að aðild breytir því að sumu leyti hvernig ákvarðanataka fer fram. Erfitt getur verið fyrir land að standa gegn þrýstingi í ráðinu um samstöðu um ákveðna stefnumótun. Þá geta aðildarríki einfaldlega tapað atkvæðagreiðslu. Ríki geta því þurft að lögleiða eitthvað sem þau eru í grunninn ósammála. Afleiðingin er sú að ákvarðanir eru í auknum mæli teknar í Brussel og síðan afgreiddar heima fyrir án þeirrar umræðu sem þyrfti að fara fram. Lagasetning, sem ekkert ákall er um í sam­ félaginu og ekki talin þörf á, verður samt sem áður að veruleika. Pólitísk umræða heima fyrir verður veigaminni og innihaldslausari. Margir hafa þá tilfinningu að valdið hafi horfið af vettvangi stofnana þjóðríkisins til Brussel, þar sem rödd þeirra heyrist síður. Í öllu falli er augljóst að aldrei hefur verið nægur stuðningur við tillögur um að setja á fót umtalsverð sameiginleg fjárlög fyrir evrusvæðið. Jafnframt er ljóst að mynt­ samstarfið getur ekki haldið lengi áfram í óbreyttri mynd. Verði engin breyting á núverandi stofnanafyrirkomulagi og nái lykil­ ríki eins og Frakkland og Ítalía ekki að koma á einhvers konar jafnvægi í sínum hagkerfum, sem geri þeim kleift að halda áfram með evruna sem mynt, gætu einstaka ríki ákveðið að draga sig út úr myntbandalaginu eða ytri áföll valdið því að slíkt yrði óhjákvæmilegt. Þá er ekki óhugsandi að ímynda sér endur­ komu marksins, frankans eða lírunnar; eða þá skiptingu evrusvæðisins í tvö myntsvæði: „germanskt“, með þátttöku þorra ríkja í norðanverðri álfunni, og „rómanskt“, fyrir ríkin í sunnanverðri álfunni. Hið síðarnefnda á sér raunar enduróm í rómanska myntbanda­ laginu sem var við lýði milli 1865 og 1927.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.