Þjóðmál - 01.12.2019, Page 48

Þjóðmál - 01.12.2019, Page 48
46 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Leiðtogar arabískra íbúa Palestínu boðuðu stranga sniðgöngu árið 1936 og hótuðu beinu ofbeldi í garð þeirra sem brytu ban­ nið [en þá hófst einnig uppreisn Araba gegn yfirráðum Breta þar í landi með skefjalitlu ofbeldi]. Með sniðgöngu þessari átti ekki aðeins að valda skaða þeim gyðingum sem þegar bjuggu á umboðsstjórnarsvæðinu heldur einnig að hræða gyðinga í dreifingunni [utan Landsins helga] frá því að halda áfram að flytja þangað. Sniðgöngur þessar báru ekki árangur vegna þess að samfélag Araba í Palestínu þurfti þá að treysta mjög á lækna og aðra sérfræðinga af gyðingaættum. Arababandalagið var stofnað um miðjan fimmta áratuginn og 2. desember 1945 bannaði það kaup eða notkun á vörum sem fyrirtæki gyðinga framleiddu í Palestínu og bannaði Aröbum að nota verktaka af gyðinga­ ættum, samgöngutæki þeirra, tryggingafélög og banka. Það kom á laggirnar varanlegri sniðgöngunefnd með skrifstofur í öllum ríkjum Araba og krafðist þess að allir sem seldu vörur til Arabaríkja sýndu fram á að þær ættu ekki upptök hjá gyðingum í Palestínu. Sniðgangan skilaði ekki tilætluðum árangri og gaf fyrsta ársskýrsla sniðgöngunefndarinnar til kynna að fram færu traust viðskipti á milli Palestínu, þar sem flest fyrirtæki voru í eigu gyðinga, og arabísku nágrannaríkjanna. Nefndin var lögð niður í kjölfar sjálfstæðis­ yfirlýsingar Ísraels í maí 1948 en Araba­ bandalagið hélt áfram að kalla eftir sniðgöngu á fyrirtækjum gyðinga í Ísrael. Arabaríkin lokuðu mærum sínum á landi, sjó og í lofti að hinu nýstofnaða ríki, gerðu upptækar ísraelskar vörur sem voru fluttar um nokkrar helstu hafnarborgir Egyptalands – og var það umtalsverð áskorun fyrir útflutning Ísraela. Farúk Egyptalandskonungur gaf út fyrirmæli hinn 6. febrúar 1950 um að bannað væri að flytja vörur til Ísraels eftir suðurleiðinni um Tíransund og Akabaflóa. Fyrir utan að valda Ísrael miklum skaða, en á þeim tíma komu 90% allrar olíu til landsins frá Íran um þessar flutningaleiðir, varð þetta til að reynt var að víkka sniðgönguna út til að hindra öll viðskipti Ísraels við önnur lönd. Araba­ bandalagið samþykkti útvíkkuðu sniðgönguna hinn 8. apríl 1950. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi þessar aðgerðir en gerði engar ráðstafanir til að stöðva þær. Hinn 19. maí 1951 stofnaði Arababandalagið miðstýrðar sniðgönguskrifstofur í öllum Arabaríkjunum. Viðfangsefni þeirra var að samræma aðgerðir og greina frá brotum fyrirtækja sem fóru á svig við sniðgönguna á Ísrael. Arababandalagið sendi frá sér ályktun 11. desember 1954 þar sem arabískum ríkjum og fyrirtækjum var bannað að eiga samskipti við fólk eða fyrirtæki sem tæki að sér verkefni fyrir Ísrael eða hefðu útibú í landinu. Þeir sem yrðu uppvísir að því að flytja út arabískar vörur með það í huga að senda þær áfram til Ísraels yrðu beittir hörðum viðurlögum og þrælkunarvinnu. Sniðgangan gegn Ísrael efldist um miðjan 6. áratuginn þegar ráðstjórnarríkin hófu að taka þátt í henni. Þátttaka ráðstjórnarinnar í sniðgöngunni gaf henni bæði alþjóðlegt lögmæti og efnahagslegt vægi. Air France var fyrsta stóra fyrirtækið sem lét undan þrýstingi sniðgönguaðila og hætti samskiptum við Ísrael eftir að hafa verið neitað um leyfi til að fljúga yfir og lenda í arabískum ríkjum í 18 mánuði í kjölfar þess að hafa fjárfest í verkefnum Ísraela. Sama ár var sniðgangan útvíkkuð til að banna nú einnig allar vörur sem einstakt ríki flutti út og samsvaraði að einhverju leyti afurðum sem sama ríki flutti inn frá Ísrael. Einnig voru skip sett á bannlista ef í ljós kom að þau sigldu til hafna í arabískum ríkjum og Ísrael í sömu ferð. Mesta áskorunin á þessu sviði kom í október 1973, í kjölfar Yom Kippur­stríðsins, þegar Arabaríki bönnuðu olíusendingar til Banda­ ríkjanna, Kanada, Bretlands, Hollands og Japans vegna stuðnings þessara landa við Ísrael. Þau hótuðu að draga úr olíuframleiðslu um 5% á mánuði „uns ísraelskur herafli yrði að fullu kallaður til baka frá öllum arabískum svæðum sem hernumin voru í júnístríðinu 1967“. Viðskiptabannið stóð þó aðeins yfir í fimm mánuði.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.