Þjóðmál - 01.12.2019, Page 49

Þjóðmál - 01.12.2019, Page 49
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 47 Þótt sum stórfyrirtæki eins og McDonald‘s, Pepsi, Nestle og Toyota tækju þátt í sniðgöngunni héldu mörg önnur áfram að stunda viðskipti við Ísrael og glata þannig mörkuðum í ríkjum Araba. Meðal þeirra voru: Coca­Cola, Ford Motor Company, Revlon, RCA, Barclays Bank, Bantam Books, Zenith, McDonnell Douglas, Sears Roebuck, General Electric, Hilton, Avis, Citibank, Hewlett Packard, Mercedes­Benz, Colgate og IBM. Á 20. öld sniðgekk Arabaheimurinn jafnframt skemmtikrafta sem komu fram í eða studdu Ísrael. Þetta hindraði ekki fjölmarga skemmti­ krafta í að eiga samskipti við Ísrael. Meðal þeirra voru Elizabeth Taylor, Louis Armstrong, Frank Sinatra, Harry Belafonte, Marilyn Monroe, Jerry Lewis, Kirk Douglas, Mick Jagger, Paul McCartney, Elton John, Paul Simon og Raquel Welch. Meðan sniðganga Araba stóð yfir fundu fyrirtæki, sem höfðu mikinn áhuga á að stunda viðskipti við Ísrael og njóta hagræðis af vörum sem voru hannaðar og framleiddar þar í landi án þess að hverfa af arabískum markaði, leiðir til að komast í kringum sniðgönguna. Sum þeirra földu tengslin með því að stofna dótturfélög sem áttu í viðskiptum við Ísrael. Aðrir réðu einfaldlega undirverk­ taka úr hópi fyrirtækja sem voru þegar á svörtum lista Araba vegna samstarfs við Ísrael. Sum fyrirtæki þróuðu á hinn bóginn það góð samskipti við Arabaleiðtoga að þeir hunsuðu samstarfið sem þau áttu í við Ísrael. Ísraelar svöruðu fyrir sig og hvöttu gyðinga sem áttu fyrirtæki úti um allan heim til að skipta ekki við þau fyrirtæki sem tóku þátt í sniðgöngu á Ísrael. Á diplómatíska sviðinu vann Ísrael með Bandaríkjunum við að setja lög sem gerðu það saknæmt fyrir bandarísk fyrirtæki að taka þátt í sniðgöngunni og lagði sektir á þau sem gerðu svo. Fyrirtæki eins og McDonald‘s kusu þó frekar það efnahaglega hagræði sem hlaust af viðskiptum í Araba­ heiminum, greiddu sektirnar og héldu áfram að styðja sniðgönguna. Ísrael fann einnig leiðir til að stunda viðskipti við Arabaheiminn þrátt fyrir sniðgöngu. Stundum keyptu fyrirtæki í eigu aðila utan Ísraels hráefni eða tækni frá landinu og notuðu hana til að framleiða eigin vörur. Þau fluttu þær síðan til Arabalanda án þess að veita vísbendingar um uppruna þeirra. Sum ísraelsk fyrirtæki settu einfaldlega á fót skálkaskjól í öðrum löndum. Slík fyrirtæki fluttu vörur frá Ísrael og fluttu þær síðar út til Arabalanda undir eigin merkjum. Bandarísk fyrirtæki gerðu eins, þ.e. fluttu inn ísraelskar vörur og sendu þær áfram sem „framleiddar í Bandaríkjunum“. Viðleitni Ísraelsmanna til að komast hjá sniðgöngu voru afar árangursríkar. Í lok níunda áratugar var talið að um 10% árlegs útflutnings Ísraels, að virði á milli 750 milljóna og milljarðs bandaríkjadala, næðu til Araba­ landa. Þrátt fyrir þessar tilraunir til að eyðileggja efnahag Ísraels hafa landsmenn byggt upp eitt sterkasta hagkerfi í Mið­Austurlöndum. Einnig fylgja mörg Arabaríki ekki lengur sniðgöngu vegna samninga sem þau undir­ rituðu við Ísrael­Egyptaland árið 1979, heima­ stjórn Palestínumanna árið 1993, Jórdaníu árið 1994 og Persaflóaríkin sama ár þegar samvinnuráð Arabaríkja við Persaflóa hætti að taka þátt í sniðgöngunni. Þetta leiddi til mikillar uppsveiflu fjárfestinga í Ísrael og varð til þess að margs konar samvinna komst á milli Ísraels og Arabaríkja. Saga sniðgöngu Araba gegn Ísrael sýnir og sannar að sniðgöngutilraunir eru gagnslausar. Þeir sem styðja Ísraelsríki halda því áfram þrátt fyrir sniðgönguna og jafnvel meðal þeirra sem eru andsnúnir því kjósa flest ríki, fyrirtæki og einstaklingar að horfa frekar til þess efnahagslega og tæknilega hagræðis sem viðkomandi hljóta af samskiptum við Ísrael. BDS­hreyfingin ætti að taka þetta til greina. Höfundur er fv. þingmaður á ísraelska þinginu. Greinin birtist upphaflega á vef- síðunni Honestreporting.com en er hér birt í íslenskri þýðingu með góðfúslegu leyfi höfundar.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.