Þjóðmál - 01.12.2019, Side 50

Þjóðmál - 01.12.2019, Side 50
48 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Efnahagsmál Bresku samtökin Oxfam hafa á liðnum árum birt skýrslu um meinta misskiptingu auðs í heiminum. Skýrslan hefur vakið athygli bæði stjórnmálamanna og fjölmiðla. Það er í sjálfu sér eðlilegt hvað fjölmiðla varðar, enda er hún full af yfirlýsingum og fullyrðingum (sem hvorugar standast þó alla skoðun). Hér á landi hampa fulltrúar vinstriflokkanna skýrslunni ár hvert. Þeir telja að skýrslan ýti undir rök þeirra fyrir hærri sköttum og auknum ríkisafskiptum. Það er meðal annars af þessari ástæðu sem vinstrimenn hafa á liðnum árum frekar talað um eignaójöfnuð en tekjuójöfnuð. Allar viðurkenndar hagtölur sýna að tekjuójöfnuður hér á landi er með því minnsta sem þekkist, þá hentar betur að tala um eignaójöfnuð til að benda á mögulegt óréttlæti heimsins. Gísli Freyr Valdórsson Auður eins er ekki skortur annars Bandaríkjamaðurinn Bill Gates hefur hagnast óheyrilega við þróun og sölu á tölvustýrikerfi, sem bætt hefur líf almennings út um allan heim. Hann hefur ekki skapað auðæfi sín með því að taka þau frá öðrum. (Mynd: Wikimedia).

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.