Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 51

Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 51
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 49 Þegar skýrslan kom út í byrjun árs 2019 var áhersla Oxfam helst á tvennt; annars vegar að aðeins átta einstaklingar ættu jafnmikið af eignum og allur fátækari helmingur íbúa á jörðinni og hins vegar að ríkasta 1% jarðarbúa ætti meira en hin 99% samanlagt. Þetta eru stórar fullyrðingar sem settar eru fram með nokkuð einföldum hætti. Með enn einfaldari hætti er það síðan matreitt ofan í almenning að svona þurfi þetta ekki að vera. Þessir aðilar halda því fram, leynt og ljóst, að hægt sé að minnka hlut þeirra efnameiri og færa þeim sem minna hafa – þó alltaf í gegnum ríkisvaldið. Að öllu óbreyttu verða fluttar sambærilegar fréttir í byrjun árs 2020, skrifaðir verða langir leiðarar á miðla sem gera út á málstað vinstri­ flokkanna og væntanlega munu leiðtogar verkalýðsfélaganna ekki láta sitt eftir liggja í málefnalegri umræðu um eignaójöfnuðinn. Þetta minnir á kvikmyndina Groundhog day. Að stækka kökuna Aðferðafræði Oxfam er gagnrýnisverð. Eftir útgáfu síðustu skýrslu benti dálkahöfundurinn Óðinn í Viðskiptablaðinu réttilega á það að ungur námsmaður í Bandaríkjunum er skv. skýrsluhöfundum Oxfam talinn fátækari en kotbóndi í Kína. Það er vegna þess að banda­ ríski námsmaðurinn skuldar ýmist námslán eða húsnæðislán (jafnvel hvort tveggja) en hefur ekki náð að mynda sér eign á móti. Möguleikar hans til hagsældar eru þó mun meiri en kínverska kotbóndans, það á að vera öllum ljóst. Óðinn benti líka á að þeir átta einstaklingar sem fjallað var um í skýrslunni hafa allir hagnast á því að bjóða almenningi vöru eða þjónustu sem gerir líf fólks betra. Án þess að fjalla sérstaklega um hvern og einn er hægt að taka undir með Óðni um að velgengni þeirra hefur ekki verið öðrum til trafala. Skýrsla Oxfam einblínir sem fyrr segir á hreina eignastöðu ákveðinna hópa og meinta mis­ skiptingu auðæfa í því samhengi. Lítið fer fyrir umræðu eða áherslu á það hversu mikið fátækt hefur dregist saman í heiminum, sem þó er staðreynd. Þess í stað er auðæfum lítils hóps jarðarbúa varpað upp sem sérstöku vandamáli sem þurfi að leysa – og lausnir Oxfam fela í stuttu máli í sér að þróuð ríki hverfi frá nútímamarkaðshagkerfi. Í meginatriðum eru tvær leiðir til að takast á við fátækt í heiminum. Í daglegu tali er gjarnan talað um að stækka kökuna eða tekist er á um það hvernig eigi að skipta henni jafnt. Þeir sem vilja stækka kökuna leggja áherslu á hagvöxt sem er til þess fallinn að bæta hag allra, ríkra og fátækra, burtséð frá áhyggjum af því hvort og þá hversu mikið bil er á milli þeirra. Síðan eru þeir sem vilja skipta kökunni jafnt niður á alla. Þeir sem aðhyllast þá kenningu telja að auður heimsins sé sá sem hann er í dag og verði ekki aukinn frekar. Á meðan sumir hafi meira á milli handanna hafi aðrir þannig minna, stundum er talað um að hinir ríku verði ríkari en þeir fátæku verði fátækari. Eina lausnin við því sé að færa auðinn frá hinum ríku til hinna fátækari. Það verður auðvitað aðeins gert með valdi en það er vissulega hægt. Ef áhyggjur Oxfam, sem og þeirra sem hafa dálæti á skýrslu samtakanna, snúast raun­ verulega um áhyggjur af fátækt í heiminum ættu þessir aðilar að leggja áherslu á aukinn hagvöxt þannig að hægt sé að stækka kökuna eins hratt og eins mikið og mögulegt er. Aðeins þannig verður hagur jarðarbúa bættur. Gallinn er bara sá að áhyggjur Oxfam snúast ekki um fátækt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.