Þjóðmál - 01.12.2019, Side 53

Þjóðmál - 01.12.2019, Side 53
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 51 Þá er vert að hafa í huga að síðastliðin tíu ár hafa tekjur ríkisins aukist að meðaltali um 43 milljarða króna á ári (ef undan er skilið stöðugleikaframlagið 2016). Árið 2009 námu tekjur ríkisins um 440 milljörðum króna en árið 2018 námu þær um 828 milljörðum króna. Það stefnir í að tekjur ríkisins verði enn hærri á þessu ári og aftur á því næsta. Hér er að vísu miðað við krónutölur en ekki hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hún hefur, sem betur fer, aukist til muna sem gerir það að verkum að það er enginn skortur á því fjármagni sem ríkið tekur til sín. Það hvort sjávarútvegurinn verði skattlagður um 10­15 milljarða til viðbótar því sem nú er breytir ekki öllu í stóra samhenginu. Hið sama má segja um aðrar frjóar hugmyndir vinstrimanna um auknar tekjur ríkissjóðs. Íslenskir stjórnmálamenn hafa sagt opinber­ lega að hugmyndir um aukna skattheimtu séu eins og hlaðborð hugmynda; hægt sé að hækka skatta á einstaka greinar og þætti samfélagsins, búa til nýja skatta og þannig mætti áfram telja. Það er í sjálfu sér rétt; þrátt fyrir að skattheimta á Íslandi sé í hærra lagi er ekkert nema skynsemin sem stoppar stjórn­ málamenn í að hækka skatta enn frekar. Sagan kennir okkur þó að það er í raun alveg sama hversu miklar tekjur ríkisins eru; ríkið finnur alltaf jafn vondar leiðir til að eyða þeim peningum. Hér væri meðal annars hægt að skrifa langan texta um það að jafnvel þó svo að fjárframlög til hins íslenska ríkisrekna heil­ brigðiskerfis hafi stóraukist með hverju árinu þá er það enn ekki nóg og nær daglega fáum við fréttir um rekstrarvandræði ríkisspítalans. Enginn þorir að spyrja upphátt hvort eitthvað kunni að vera að rekstrinum og kerfinu sjálfu. Vandamál sem er ekki vandamál Það er hægt að orða þetta með öðrum hætti. Ef ætlunin er að takmarka auð hinna ríku er það hægt með því að skattleggja þá eða taka eigur þeirra með öðrum hætti. Hluti þeirra mun flytja fjármagn sitt úr landi, flytja sjálfur úr landi eða koma peningum sínum og eignum undan með öðrum hætti. Það er hægt að skattleggja sjávarútveginn, trygginga fyrirtæki, bankana, ferðaþjónustu, framleiðslufyrirtækin o.s.frv. Ekkert af þessu mun þó bæta hag þeirra sem minna hafa á milli handanna. Þótt það hljómi vel í eyrum einhverra að hækka skatta til að setja í ákveðin verkefni á vegum ríkisins þá er það sjaldnast raunin. Það sem mun hins vegar gerast er að fjárfesting mun minnka, fyrirtæki munu segja upp starfsfólki, kaupmáttur mun dragast saman og einkaneysla minnka. En mögulega fengi Ísland sérstakan kafla í skýrslu Oxfam þar sem þessar aðgerðir yrðu bornar lofi. Þetta er nefnt í samhengi við skýrslu Oxfam og orðræðu þeirra sem sjá hana sem heilagt rit, til að sýna fram á að vandamálið sem Oxfam varpar fram er í raun ekki vandamál. Auður eins er ekki skortur annars. Það að Bill Gates hafi hagnast óheyrilega við þróun og sölu á tölvustýrikerfi þýðir ekki að hann hafi komist yfir auðæfi sem almenningur í Banda­ ríkjunum (eða þess vegna út um allan heim) hefði annars komist yfir. Staða jarðarbúa er með öðrum orðum ekki verri – það mætti öllu heldur færa rök fyrir því að hún sé betri því þróun á bæði bæði Windows­ og Apple­stýrikerfunum varð til þess að verð á tölvum stórlækkaði og þær má finna á hverju heimili í dag. Vandamálið snýr frekar að því hvernig hægt er að bæta hag almennings. Það verkefni mun hið frjálsa markaðshagkerfi leysa, fái það að starfa í friði fyrir stjórnvöldum. Höfundur er ritstjóri Þjóðmála.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.