Þjóðmál - 01.12.2019, Side 63

Þjóðmál - 01.12.2019, Side 63
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 61 Kennedy brá nokkuð þegar Salinger afhenti honum vindlana og skipaði honum að afhenda þá tollayfirvöldum. Salinger spurði Kennedy hvað hann hygðist láta gera við vindlana. „Eyða þeim,“ svaraði Kennedy að bragði. Mörgum árum síðar sagði Salinger opinberlega að Kennedy hefði vissulega látið eyða þeim, einum í einu. Í tíð Richards Nixons (sem sjálfur reykti aðeins vindla við hátíðleg tilefni) áttu sér stað þau tímamót að hætt var að bjóða upp á vindla í Hvíta húsinu nema við sérstök tilefni. Það var þó ekki fyrr en í tíð Bills Clinton sem reykingar voru bannaðar í Hvíta húsinu og allir ösku bakkar fjarlægðir. Clinton fékk sér þó vindil af og til. Til eru myndir af honum með vindla sem ekki er búið að kveikja í en hann passaði sig á því að reykja aldrei á almannafæri. Það er skjalfest að hann átti Gurkha Grand Reserve vindla frá Dóminíska lýðveldinu. Þeir vindlar eru ekki ódýrir, líklega dýrasta vara sem framleidd er af Gurkha. George W. Bush er líklega eini forseti Banda­ ríkjanna sem hefur farið í áfengismeðferð. Hann drakk (og drekkur sjálfsagt enn) þó reglulega óáfengan bjór og fékk sér öðru hvoru vindil. Eins og Clinton gætti hann þess þó að reykja ekki á almannafæri. Gurkha lét framleiða sérstaka línu af vindlum fyrir innsetningarathöfn núverandi forseta, Trump Presidente. Þeim var dreift til góðra vina og samstarfsmanna forsetans en Donald Trump reykir ekki vindla sjálfur. Við myndum að öllum líkindum ekki sjá stjórn­ málamenn í dag reykja vindla á almanna færi. Það fer gegn lýðheilsumarkmiðum flestra vestrænna ríkja og er auðvitað ekki jafn töff og það þótti einu sinni. Margir þeirra fá sér þó vindla í góðra vina hópi eða við hátíðleg tilefni. Meira að segja íslenskir stjórnmála­ menn kunna gott að meta þegar kemur að vindlum. Það er önnur og lengri saga. Höfundur er ráðgjafi, ritstjóri Þjóðmála og áhugamaður um vindla. Bill Clinton sást oft með vindil á golf vellinum, en aldrei vindil sem búið var að kveikja í. Uppáhaldsvindlar hans eru taldir vera Gurkha Grand Reserve. Í hans tíð voru reykingar bannaðar í Hvíta húsinu og allir ösku- bakkar fjarlægðir, þó ekki að hans frumkvæði.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.