Þjóðmál - 01.12.2019, Síða 69

Þjóðmál - 01.12.2019, Síða 69
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 67 Gagnrýni af þessum toga er þekkt og fyrr­ nefnd Greta Thunberg hefur gengið langt í að kalla eftir breyttum lífsháttum og neyslu­ venjum. Móðir hennar ritaði raunar bók, sem að einhverju leyti er í nafni dótturinnar, þar sem kallað er eftir því að öll flugumferð í heiminum verði stöðvuð. Svo langt gengur Andri Snær ekki, en miðað við vandann sem hann lýsir og þær hræðilegu afleiðingar sem hann mun að hans sögn leiða yfir mannkynið væri það í raun ekki fórn heldur varnarsigur að kyrrsetja flugvélaflota heimsins. Í umfjöllun sinni tengir Andri Snær með skemmtilegum hætti Himalaja­fjöllin og íslensku jöklana. Bendir hann á að fyrrnefndur fjallgarður í Asíu sé lífæð hundraða milljóna manna þar sem þaðan streymi vatnið sem öllu lífi er nauðsynlegt. Þegar hann talar um svæðið bendir hann á að í Indlandi einu bíði um milljarður manna þess að rísa úr fátækt. Það er rétt mat og ákall um slíka þróun er víða að finna, m.a. í ályktunum Sameinuðu þjóðanna en einnig annarra alþjóðastofnana sem berjast fyrir mannréttindum, útrýmingu hættulegra sjúkdóma sem helst leggjast á fátækasta hluta heimsins. Það sem Andri Snær ákveður hins vegar að taka ekki til umfjöllunar ­ ekki frekar en móður Gretu Thunberg – er hvaða afleiðingar það hefði ef skrúfað yrði fyrir alla olíufram­ leiðslu heimsins á næstu 5 til 10 árum. Kannski er það spurning sem ekki er þarft að velta fyrir sér í samhengi við loftslagsvána en þó er ósennilegt að almenningur sé þeim sammála. Að minnsta kosti er ósennilegt að almenningur í fátækasta hluta heimsins sé á þeirri skoðun. Sé litið til flugumferðarinnar sérstaklega er ljóst að hún er einn helsti drifkraftur aukinnar hagsældar í þróunarríkjunum og ef stórlega yrði dregið úr henni í heiminum myndi það hafa geigvænlegar afleiðingar í för með sér fyrir hagkerfi ríkja á borð við Indland og Kína. Sem dæmi má nefna að af þeim 30 flug­ völlum þar sem umferð er í mestum vexti eru 12 vellir bara í fyrrnefndum tveimur löndum. Í umfjöllun um loftslagsmálin og þær aðgerðir sem grípa verður til er nauðsynlegt að krefja þá sem harðast ganga fram um svör við áleitnum spurningum sem þessum. Ekki vegna þess að svörin liggi augljós fyrir eða vegna þess að það einfaldi umræðuna, heldur vegna þess að þetta verður allt að skoðast í samhengi. Þar er hins vegar við ramman reip að draga. Þeir sem kalla eftir svörum sem þessum eru stimplaðir sem „afneitunarsinnar“ og sífellt verður sú krafa háværari að þeim sé með handafli haldið utan við umræðuna. Sú afstaða kom t.a.m. skýrt fram í viðtali við Andra Snæ sem birt var í Morgunblaðinu 29. nóvember 2019. Kvartaði hann þar sáran undan því að „afneitunarsinnar“ fengju alltof mikið pláss í fjölmiðlum og virtist fella þá sem einfaldlega leyfðu sér að benda á að þessi mál væru „umdeild“ í sama flokk. Segir hann áhrif slíks málflutnings slík að almenningur láti glepjast. Svo virðist sem sú staðreynd kalli á að mati Andra Snæs að farið sé í yfirgripsmikla ritskoðun til að fjarlægja röng eða óæskileg sjónarmið af hinu opinbera sviði. Í sama viðtali segir Andri Snær að hann hafi ekki ástæðu til þess að vantreysta vísinda­ mönnum og kallar eftir því að almenningur geri slíkt hið sama. Kallast það mjög á við það sem fram kemur í bók hans. Vísar hann þar í ýmsar rannsóknir sem að nokkru marki, en ekki öllu, er hægt að rekja sig í áttina að í fyrr­ nefndum aftanmálsgreinum. Á síðu 137 vísar hann m.a. til rannsókna um að „75% fljúgandi skordýra virðast horfin miðað við rannsóknir á verndarsvæðum í Þýskalandi.“ Þótt ekki sé vísað á þessa rannsókn með viðhlítandi hætti er þetta eflaust mál sem höfundur hefur pikkað upp í gegnum umfjöllun New York Times eða The Guardian sem bæði slógu þessum ógnvænlegu tíðindum upp svo eftir var tekið. Rannsóknin og aðferðafræðin sem hún byggðist á hefur hins vegar verið harðlega gagnrýnd ­ en væntanlega af fólki sem ekki má tala við.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.