Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 6
Kápumynd:
Höfundur kápumyndar er að þessu sinni listakonan Sigurlaug Stefánsdóttir (Sjúlla). Sigurlaug hefur
teiknað frá því að hún man fyrst eftir sér en snéri sér fyrir alvöru að málaralistinni fyrir 20 árum. Hún hefur
sótt mörg námskeið, m.a. í Öldungadeild M.E. og er einn af stofnendum Myndlistafélags Fljótsdalshéraðs.
Sigurlaug hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum. Á myndum hennar gefur
oft að líta fólk í erli dagsins, myndin sem prýðir kápu Múlaþings er frá árinu 1992 og hefur hún hlotið
nafniö Hamingjusami trillukarlinn. Ljósmynd: Pétur Sörensson.
Höfundar efnis:
Ágústa Osk Jónsdóttir, f. 1940, húsmóðir á Egilsstöðum.
Bragi E. Björgvinsson, f. 1936, búsettur á Víðilæk í Skriðdal.
Egill Gunnarsson, f. 1988, stúdent, búsettur á Egilsstöðum í Fljótsdal.
Erla Ingimundardóttir, f. 1936, fyrrverandi kennari, búsett á Djúpavogi.
Halldór Pétursson, f. 1897, rithöfundur í Kópavogi. Lést árið 1989.
Helgi Hallgrímsson, f. 1936, líffræðingur og rithöfundur, búsettur á Egilsstöðum.
Hildigunnur Valdimarsdóttir, f. 1930, húsmóðir í Fellabæ.
Hjörleifúr Guttormsson, f. 1936, náttúrufræðingur og rithöfúndur, búsettur í Reykjavík.
Jón Frímannsson, f. 1932, rafvirki á Akranesi.
Jón B. Guðlaugsson, f. 1959, flugþjónn í Reykjavík.
Páll Pálsson f. 1947, fræðimaður á Aðalbóli.
Sigurður Óskar Pálsson, f. 1930, fyrrverandi héraðsskjalavörður og skólastjóri, búsettur á Akureyri.
Víkingur Gíslason, f. 1929, bóndi í Skógargerði í Fellum.
Þorsteinn Bjömsson, f. 1909, bóndi á Þemunesi við Reyðarfjörð. Lést árið 1991.
Þorsteinn Valdimarsson, f. 1918, ljóðskáld og kennari. Lést árið 1977.
4
M