Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 13

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 13
Úr Fljótshlíðinni á fótum tveim, fóru þeir og náðu heim... kominn 11. ágúst, svo að ég á orðið nóg verkefni í frístundum. Við lögðum ekki af stað frá Sámsstöðum fyrr en kl. 2.30 e.h.. Fram að þeim tíma vorum við að ganga frá dóti okkar og búa okkur af stað. Þangað til við fórum var Kristján að hreinsa kartöfluakurinn. Guðni og Bogi voru að setja upp hesjur, annars ætlaði Bogi að fara að slá tilraunir. Lyngdal var að raka og þótti lélegur við starfið. Við Jörgen vorum vel úr garði búnir, með „nesti og nýja skó“. Okkur var gætt á ýmsu góðgæti, áður en við fórum og Kristján fylgdi okkur svo út í Kaupfélag, en þar ætlaði bíll að taka okkur til Víkur. Þar í kaupfélaginu keypti Jörgen sér samfesting og alpahúfu, því við ferðuðumst í samfestingum. Við fórum svo inn í „Boddý“ sem stóð þar úti og Jörgen skipti klæðum, að því loknu fór Kristján heim aftur með hestana. Kl. 3.30 lögðum við svo af stað austur, í bílnum. Margt fólk var í bilnum, þar á meðal 10 ára telpa úr Reykjavík, sem var að fara til sumardvalar austur að Eyjahólum i Mýrdal (undir Pétursey). Ég sat lengst undir telpunni og hafði mjög gaman af henni. Hún þurfti margt að athuga og sagði hitt og annað, sem kom mönnum í gott skap. Annars er fátt um ferðina að segja, hún gekk vel, bara of fljótt, til þess að nokkuð væri hægt að sjá sig um. Ég leit þó svo til, að fallegt mundi undir Fjöllunum og eru fossamir: Gljúfrabúi, Seljalandsfoss og Skógafoss til mikils fegurðarauka. Til Víkur komum við kl. 9. Við byrjuðum á því, að fara þar inn í gistihúsið og fá okkur að borða og herbergi til næturinnar. Þegar við höfðum matast vorum við kallaðir til viðtals, af konu nokkurri þar úr „plássinu". Kona þessi var móðir Guðmundar Péturssonar, skóla- bróður okkar frá Hvanneyri. Hún fór með okkur heim til sín og gaf okkur kaffí. Þau hjón vildu greiða fyrir okkur á allan hátt og Jörgen Sigmarsson bóndi í Krossavík, ferðafélagi Þorsteins. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Aust- urlands. koma okkur til Guðmundar sem átti heima á Botnum í Meðallandi. Þau ákváðu að síma til Ólafs sonar síns á Búlandi í Skaftártungum, láta hann taka við okkur í Tungunum og flytja okkur á hestum austur að Botnum. Við Jörgen vomm vitanlega ánægðir með þessi úrslit málsins og þóttumst hafa „himininn höndum tekið“ að hitta hjón þessi. Þegar við höfðum verið nokkra stund hjá þeim Pétri fóru þau með okkur fram að sjó til að sýna okkur og útskýra fyrir okkur umhverfí staðarins. Sitt hvoru megin víkurinnar eru fjöll. Reynisfjall að vestan og Víkuríjal! eða Víkurheiði að austan. Þar fyrir framan byrjar Mýrdalssandur og sér austur í Hjörleifshöfða. Víkurklettur heitir klettur einn austan við þorpið, framan í Víkurfjalli. Skip Víkurbúa stóðu vestast á sandinum, vestur undir Reynisijalli. Fjallið er þar sæbarið frá gamalli tíð og virðist mönnum bergið, sem er bæði hátt og hrikalegt slúta fram yfir sig að ofan. Þar rétt vestan við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.