Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 18
Múlaþing
Hofskirkjci í Örœfum. Ljósmynd: Hjörleifur Guttormsson.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
um nóttina. Hann átti von á mönnum að
austan næsta dag og okkur Jörgen að vestan.
Bjöm hafði ferðasíma með sér og vissi því
um okkar ferðir. Svo var ráð fyrir gert að
við Jörgen yrðum komnir austur að jökli,
áður en hann (Bjöm) lagði á hann næsta
morgun á móti austanmönnum. Vel var
okkur Jörgen tekið á Kvískerjum, eins og
annars staðar sem við höfðum komið í
ferðinni. Við fómm hið bráðasta að sofa en
synir Björns símuðu austur að Hala í
Suðursveit og pöntuðu hesta á móti okkur
til þess að ferja okkur yfir „Stemmu“, sem
er allstór á, nokkm austar en Jökulsá.
Veðrið var frenrur leiðinlegt í dag,
rigningarskúrir framan af deginum en jók
úrkomuna þegar leið á daginn. Þoka var,
svo að ekki sást til fjalla og því ekki nærri
eins gaman að fara um sveitina eins og
annars hefði verið. Verst þótti mér að fá
ekki að sjá Öræfajökul, þó að margir fleiri
fallegir tindar séu þar yfir öræfunum, sem
gaman hefði verið að sjá.
1. júlí, mánudagur. Frá
Kvískerjum að Vagnstöðum í
Suðursveit
Við lögðum af stað frá Kvískerjum
kl. 6.30 f.h. Ari Bjömsson fylgdi
okkur á hestum austur í sæluhús,
því að nóg er af vötnum á leiðinni
og er Breiðá þeima mest. Björn tók
á móti okkur í sæluhúsinu og hafði
tilbúið sjóðandi kaffi. Það var mjög
gott að fá kaffíð, því að veðrið var
vont, stórrigning, og okkur því
hálfkalt. Kl. 9.30 lögðum við svo á
jökulinn og fór Björn fyrir.
Jökulvegurinn var góður, lá hann í
þetta skipti nokkuð langt upp á
jökul og var þar svarta þoka.
Vegurinn var vel merktur, með
sprekum og lá meira að segja
strengur með efst á jöklinum, því Bjöm
sagði að þokan væri stundum svo dimm að
ekki sæi á milli sprekanna, sem þó væm
þétt. Þegar við komum austur, þar sem
leiðin lá niður af jöklinum vom mennimir
ókomnir að austan og sá ekkert til þeima.
Bjöm ráðlagði okkur því að ganga austur
jökulröndina, fyrir „Stemmu“ og „Veðurá"
en sjálfur fór hann niður á sand og ætlaði að
bíða þar eftir mönnunum. Okkur Jörgen
gekk vel austur jökulinn en margar fallegar
sprungur og göt sáum við á leiðinni, alls
vorum við 3 klst. á jökli. Nú vomm við
komnir í „Suðursveit“. Vestasti bærinn í
sveitinni heitir Reynivellir. Þar við túnið
mættum við Öræfmgum þeim, er Bjöm áttti
von á að austan, höfðu þeir farið svo seint af
stað, vegna þess hve veðrið var vont um
morguninn. Á Reynivöllum fengum við
kaffi. Næsti bær austur heitir Hali. Þar
komum við Jörgen og dmkkum aftur kaffi,
einnig fengum við þar lánaða hesta austur
yfir s.k. „Steinavötn". Þau falla fram
Steinasand, austan undir Steinafjalli. Ekki
16