Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 22
Múlaþing
kl. 1.15 um nóttina. Þar voru allir í fasta
svefni. Við fórum þvi í hlöðu, bjuggum um
okkur í heyi, sem eftir var í hlöðunni og
sofnuðum vært. Veðrið: Svarta þoka var í
morgun, og logn. Þegar fram á daginn kom
birti upp og yfir BeruQarðar- og
Jórvíkurskörð fengum við bjart veður og
norðvestan golu.
5. júlí, föstudagur. Frá Hlíðarenda
heim
Kl. 9 í morgun skriðum við Jörgen loks úr
heyhrúgunni. Var þá sólskin og norðvestan
kaldi. Við gengum nú heim að bænum og
þágum góðgerðir hjá Sigurbjörgu. Gísli og
bræður hans voru ekki heima, voru í
vegavinnu inn á Breiðdalsheiði. Kl. 11
lögðum við af stað frá Hlíðarenda. Drengur
fylgdi okkur út og upp að Gilsá, til þess að
vísa okkur á „Göngufoss“ en bak við hann
fórum við yfír ána.
Vel gekk okkur ferðin yfír Reyndals-
heiði, komum við upp á hana kl. 1.
Talsverður snjór var á heiðinni og vorum
við því fljótir ofan að norðan, gott að hlaupa
í snjónum. Þegar við héldum út Tungu-
dalinn, mætti okkur utan kaldi og var komin
þoka í fjöll. Við komum að Tungu og var
Gunnar þá nýbúinn að smala, með
húskörlum sínum og byrjaður að rýja.
Gunnar bauð okkur til stofu og lánaði okkur
síðan hesta yfir ána, til þess að við þyrftum
ekki að vaða. Síðan tókum við stefnu á
Guðrúnarskörð og þóttist ég öruggur þó
þokan væri. Ekki varð þó för sú til frægðar
og villtist ég á fjallinu. Sá varð endir þeirrar
farar að við urðum að snauta út á
Ömólfsskarð. Á endanum komumst við
samt heim að Berunesi og var þá kl. 15 mín.
yfír 12. Við vomm þá orðnir þreyttir mjög
og soltnir. Við gátum vakið Oddu systur
mína og hleypti hún okkur inn og gaf okkur
að borða. Við vorum nú búnir að vera á ferð
næstum 10 daga. Ferðin hafði verið mjög
skemmtileg og mun ég lengi minnast
hennar. Gestristni Skaftfellinga mun ég
bregða við, svo lengi sem ég lifí, því betri
viðtökur er ekki hægt að hugsa sér, en við
Jörgen fengum hjá þeim, vomm allsstaðar
eins og heima.
Fáein orð um Ljóðaklúbbinn
Félag Ijóðaunnenda á Austurlandi er kveikjan að þessum klúbbi. Félagið ejhdi til
námskeiðs í Ijóðagerð haustið 2006, um eina helgi. Leiðbeinandi var Þórður Helgason.
Þetta námskeið sóttu allmargir. Nokkur af okkur sem þarna vorum vildum gjarnan halda
áfram að hittast og bera saman það sem við vorum með á prjónunum hverju sinni. Þannig
varð klúbburinn til. Hann er mjög óformlegur, á sér ekki nqfn, félagaskrá, né formlega
stjórn. Þetta er skemmtilega breiður hópur, allt frá menntaskólanemum til fólks á
sjötugsaldri. Tíu til tuttugu sækja klúbbinn, en aldrei allir að staðaldri. Góð mœting þykir
átta til tíu. Hópurinn kemur saman annað miðvikudagskvöld í mánuði yfir veturinn. Fyrstu
tvo veturna skaut Egilsstaðaskóli skjólshúsi yfir starfsemina en í vetur hefur Menntaskólinn
leyft okkur afnot afstofu og hafi báðir þakkir jyrir. Inntökuskilyrði eru ekki önnur en þau
að hafa áhuga á Ijóðum. Ekki sakar að vera vel lesandi á Ijóð. Þeir sem sjálfir f'ást við
Ijóðagerð, lesa þarna ýmsar frumsmíðar ogfá ábendingar frá hinum sem er mjög gagnlegt,
oftþarf ekki nema að víxla orðum í Ijóði svo betur fari. Alls ekki er skilyrði að viðkomandi
fáist við Ijóðagerð. Stundum veljum við okkur eitthvert sérstakt skáild og lesum Ijóð þess og
rœðum um þau. Ekkert árgjald er í klúbbinn. AOJ