Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 25

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 25
Egill Gunnarsson Mjólkurbúið á Egilsstöðum Mjólkurvinnsla á Egilsstöðum í 50 ár Miklar og heitar umræður hafa verið um mjólkurstöðina á Egilsstöðum síðustu ár og sér í lagi síðustu mánuði. Starfsemi þess var og er enn í mikilli hættu að í skjóli hagræðingar verði öllu lokað, starfsfólki sagt upp og bændum, sem hafa lagt mikla orku og peninga í að byggja upp er sagt að fara með mjólkina annað. Þetta ástand virðist alls ekki vera nýtt af nálinni þegar kemur að mjólkurvinnslu á Héraði. I þessi tæpu 50 ár sem mjólkur- vinnsla hefur verið á Egilsstöðum hefur gengið á ýmsu og í samtölum við mér eldra fólk var mér tjáð að það hefði verið umdeilt á sínum tíma hvort K.H.B. ætti nokkuð yfír höfuð að byrja á mjólkurvinnslu. Mál þetta vakti forvitni hjá mér að skoða betur, þó ekki endilega að kafa mjög djúpt, sögu mjólkurbúsins á Egilsstöðum sér- staklega með tilsjón af starfsemi Kaup- félags Héraðsbúa á sama tírna. Hér gefur að líta afraksturinn. Upphafíð og aðdragandinn Það var að morgni 18. apríl 1959 að sá örlagríki atburður átti sér stað að fyrsta mjólkin var lögð inn til vinnslu í Mjólkur- samlagi Kaupfélags Héraðsbúa, M.S.K.H.B Þar var á ferðinni Sveinn Jónsson bóndi á Egilsstöðum en hann lagði inn 141 lítra af mjólk.1 Þar með hófst starfsemi mjólkurbúsins sem í gegnum tíðina hefur einkennst af nokkrum sviptingum enda skemmst að minnast fréttanna haustið 2007 þegar Mjólkursamsalan oftast nefnd M.S. (núverandi eigendur) hugðist hætta allri starfsemi. Það var víst umdeilt á sínum tíma hvort K.H.B. ætti nokkuð að skipta sér af mjólkurframleiðslu, en skoðun margra var sú að það væri frekar ráðlegra að efla sauðfjárrækt á svæðinu. Lengi vel var þessi skoðun við líði hjá stjóm kaupfélagsins. Menn deildu um það hvort kæmi á undan aðstaðan eða fjöldi kúa sem þyrfti til þess að byggja upp mjólkuriðnað á svæðinu. Stjóm K.H.B. hélt því fram að aðstöðu til móttöku mjólkur yrði komið upp þegar ákveðinn fjöldi mjólkurkúa væri fyrir hendi á félagssvæðinu meðan aðrir sögðu að aðstaðan yrði að vera fyrir hendi til þess að bændur gætu komið upp þessum fjölda mjólkurkúa.2 Því má segja að menn hafi deilt um hvort kæmi á undan, hænan eða 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.