Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 26
Múlaþing
Mjólkurstöðin á Egilsstöðum 1963. Búið er að
byggja við tvisvar. Ljósmyndari: Guðmundur R.
Jóhannesson. Eig. myndar: Ljósmyndasafn Aust.
eggið. í viðtali við Guttorm Metúsalemsson
núverandi framleiðslustjóra M.S. á Egils-
stöðum, kemur fram að þó að hann hafí ekki
örugga vitneskju um það, á Þorsteinn
Jónsson þáverandi kaupfélagsstjóri að hafa
sagt bændum að hann skyldi byggja
mjólkurbúið ef þeir kæmu með mjólkina,
en þeir þurftu náttúmlega að fá búið áður en
þeir gætu framleitt mjólk. Guttormur tekur
fram að hugsanlega sé þetta grínsaga til
skemmtunar. Þorsteinn þótti heldur aftur-
haldssamur, þá vom aðrir tímar en í dag,
það var ekki sjálfsagt mál að ana út í hvað
sem var.3
Aðstæður voru allt öðmvísi um miðja
síðustu öld. Sjálfsþurftarbúskapur var
allsráðandi til sveita og ekki nein eiginleg
framleiðsla var á mjólk. Ekki var nein
eftirspurn utanlands frá og innlendur
markaður var einnig mjög takmarkaður,
nema í mesta þéttbýlinu. I mjög mörgum
smærri þorpum hringinn í kringum landið
byggðist atvinnulífið á landbúnaði sem var
hafður með öðrum atvinnugreinum til
uppfyllingar, hér austanlands voru kýr
meira og minna í öllum þorpum og því
augljóst að markaðurinn hér var mjög
takmarkaður.4 Þó sáu menn fram á breyt-
ingar þegar tímar liðu, því greinilegur vísir
að auknu þéttbýli var kominn á Egils-
stöðum og þegar mikil byggð á Fjörðunum.
Um 1940 eru umræður um mjólkur-
framleiðslu á Austurlandi komnar í fúllan
gang og niðurstaða þeirra umræðna var sú að
komið var upp rjómabúi og var það byggt á
ámnum 1948-1950.5 Þar er núna til húsa
Verkfræðistofa Austurlands og skrifstofa VG
en húsnæðið sem hún er í var byggt síðar
fyrir mjólkurbúð til hliðar við mjólkurbúið.
í bókinni Kaupfélag Héraðsbúa: 50 ára
starfssaga er fýrst minnst á einhverja tegund
mjólkurvinnsu í ffásögn af aðalfúndi K.H.B.
sem var haldinn á Ketilsstöðum á Völlum
15. júní 1941. Þar kemur fram að
Kaupfélagið standi ágætlega og að stríðið
hafi haft jákvæð áhrif á verð á afúrðum
bænda. Þá hefúr þáverandi framkvæmda-
stjóri máls á stofnun smjörsamlags á
Fljótsdalshéraði, og átti starfsemi þess að
byggjast á því að taka á móti smjöri frá
viðskiptamönnum og gera það söluhæfara á
innlendum markaði og bjóða upp á staðlaðri
vöru, en verið gat um að ræða smjör frá
hverjum einstökum bæ, eins og greinlega
hafði tíðkast. Frásögnum um þessa smjör-
vinnslu lýkur með því að stjóminni er falið
að athuga þetta nánar.6
Ekkert er minnst frekar á þessa
smjörvinnslu og virðast hugmyndir um hana
ekki hafa komið til framkvæmda þó að þetta
virðist hafa verið miklir framkvæmda- og
umbrotatímar í sögu K.H.B. Af frá-sögnum
af aðalfúndi sem var haldinn á Reyðarfirði 5.
og 6. júní 1944 kemur fram að fulltrúi
Eiðaþinghárdeildar, Sigurbjöm Snjólfsson
hafi rætt um mjólkurvinnslu. Voru
hugmyndir um smjörvinnslu á heimilum
búnar að breytast í rjómabú, er myndi taka
24