Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 30
Múlaþing
Guttormur Metúsalemsson mjólkurbússtjóri við fyrsta tankbílinn 1997. Ljósmynd úr myndasafni Austra.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
afköst. bessar umbúðir fóru vel í flutningi en
þá var nú verið að flytja í snjóbílum og
allavegana bílum. Það voru settir tíu pokar
saman í poka og þessu haugað inn í bílana eins
og hverju öðru dóti. Þessar umbúðir voru
sterkar og þoldu ótrúlega mikið. Um þetta
leyti var byrjað að framleiða súrmjólk og
henni pakkað í sömu pakkningar.
Næsta skref er að við fáum femuvélar,
eða eina femuvél og vél til þess að setja mjólk
í 10 lítra kassa. Til að byrja með fór mikið af
tíu lítra kössum í báta, mötuneyti og stærri
fyrirtæki en þróunin varð sú að eftirspurn
minnkaði stöðugt og þessari framleiðslu var
hætt.
Arið 1978 þá flytjum við hingað í nýja
samlagið. Þá var bætt við annarri pökkunarvél
fyrir femur, og á tímabili pökkuðum við líka í
2 lítra femur og vomm með sér vél í þaó. Um
það leyti bættist jógúrt við framleiðsluna og á
einhverju tímabili var framleiddur ostur. Það
átti að nota hann í bræðsluost sem átti að flytja
út til útlanda sem varð nú aldrei af. Nú síðan
er næsta skref tekið 1982 en þá er skipt út
gömlu fernuvélunum sem vom afkastalitlar og
ekki mjög fullkomin tæki yfir í nýja og notaða
fernuvél stærri, en í dag heyrir framleiðsla á
neyslumjólk sögunni til og öll neyslumjólk
kemur frá Akureyri pökkuð og er svo dreift
héðan.
Nú svo ef við fömm aftur í tímann aftur,
varð þróunin sú að kaseingerð var hætt um
kringum 1990 og þegar mjólkursamlagið á
Höfn var lagt niður tókum við hluta af þeirra
innleggi og fómm að búa til Mozzarellaost
sem við gemm enn. Staðan í dag er sú að við
hættum að framleiða jógúrt fyrir löngu síðan,
sömuleiðis súrmjólkina og skyrið, þetta gamla
góða. Það þótti það lítil sala í því, skyr.is tók
allt yfir. Gamla skyrið var svona mátulegt súrt,
annað en þetta bragðlausa jukk sem í boði er
núna. Þetta hefur þróast í það að framleiða
sem mest í einu á sama stað, sem er kannski
eðlilegt. Þannig að nú framleiðum við bara
28
J