Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 31
Mjólkurbúið á Egilsstöðum
Mozzarellaost úr okkar mjólk og sjáum um
dreifmgu á vörum sem koma frá Akureyri.22
Eldur laus í mjólkurbúinu
Haustið 1974 varð það áfall að það
kviknaði í húsi mjólkurstöðvarinnar. Eldur-
inn mun hafa kviknað í risinu og munaði
ekki miklu að húsið brynni til kaldra kola.
Skemmdir urðu allnokkrar, aðallega á
raflögnum og þakinu, og þurfti að gera við
þær, það tók þó ekki mjög langan tíma.
Meðan á þessu stóð var mjólkurbúið
náttúrulega óstarflræft og því þurfti að aka
mjólkinni til Húsavíkur og afurðunum aftur
þaðan.23 Guttormur man vel eftir þessu
atviki og kann skemmtilega sögu frá
þessum tírna:
I þá daga var skyrið sem við framleiddum sett
í trétunnur, merkilegar tunnur, stafatunnur,
seinna voru svo notaðar plasttunnur. I þessu
tilfelli voru til nokkrar tunnur inni á kæli
algjörlega óskemmdar og var skyrið sett í
verslanir hér í þorpinu.
Þá kom upp sá orðrómur að það væri nú
aldeilis munur á skyrinu frá Húsavík heldur en
á Egilsstaðaskyrinu en málið var að skyrið var
2ja-3ja, 4ja, vikna gamalt í tunnunum, en það
gerði sig í tunnunum og varð mjúkt, batnaði
með aldrinum. Þessu tók fólk eftir og hélt að
væri aðflutt vara, en var bara gamalt skyr frá
Egilsstöðum. Það var svolítið spaugilegt.24
Nýja mjólkurbúið
Þann 12. mars 1979 var nýja mjólkurstöðin
tekin í notkun en bygging hennar hafði
staðið yfír frá 1974. Nýja húsið er 2 þúsund
fermetrar að flatarmáli og um 10 þúsund
rúmmetrar, bætt var við nokkrum tækjum
strax, þó aðallega nýjum geymslutönkum
fyrir mjólk, súrmjólk og skyr.
Allir vissu að gamla mjólkurbúið var
orðið allt of lítið og svaraði hvergi þeim
kröfurn sem gerðar voru til slíkra vinnslu-
stöðva.25
Mjólkurmagnið 1978 var nú komið upp
í 2,7 milljón lítra og var framleitt úr því
nýmjólk, rjómi, smjör, skyr og kasein.
Þama vom alls 116 innleggjendur og þar af
voru 65 með tanka,26 en á þessum tíma var
tankvæðingin í fullum gangi sem var
bylting í vinnslu mjólkur. Við gefum nú
Guttonni orðið:
Árið 1975 fáum við fyrsta tankbílinn en þá
voru bændur sem óðast að tankvæðast. Til að
byrja með tóku tankbílamir mjólkina bæði úr
tönkunum og brúsunum eftir aðstæðum, en
smátt og smátt voru brúsarnir lagðir niður og
1977 vora allir komnir með tanka. Það var allt
önnur kæling og því miklu betri mjólk sem við
fengum..27
Þó voru aðstæður ekki alltof bjartar þegar
nýja mjólkurstöðin var tekin í notkun,
framleiðsla nýmjólkur gaf ekki mjög vel af
sér og ijármagnsþátturinn var mjög erfíður
í nýja samlaginu28 enda var það byggt á
tíma sem einkenndist af óðaverðbólgu,
tíðum stjórnarskiptum og almennum
óstöðugleika.
Næsta áratuginn fer mjólkurinnlegg
ekki vaxandi, heldur sveiflast lítillega upp
og niður. Arið 1984 er innvegin mjólk 2,66
milljón lítrar29, árið 1985 er rnagnið 2,83
milljón lítrar30, árið 1986 2,87 lítrar31, árið
1987 fór talan niður í 2,78 lítra32 og árið
1988 var innvegin mjólk tæpir 2,6 milljón
lítrar.33
Á þessum árum er framleiðslan mjög
fjölbreytt a.m.k miðað við stöðuna í dag þar
sem er gert ráð fyrir einni vörutegund. Árið
1985 eru framleiddar 15 vörutegundir sem
voru nýmjólk, súrmjólk, rjómi, smjör, skyr,
kasein, jógúrt, undanrenna, léttmjólk,
sýrður rjómi, ávaxtaskyr, mysa pökkuð,
29