Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 39
Minjar um sjósókn við Héraðsflóa
Guðrún Ása Grímsdóttir hafa skrifað urn
ensku öldina svonefndu frá upphafí siglinga
Englendinga hingað til lands nálægt 1400
og fram undir 1600 að einokunartímabilið
gekk í garð.5 Helgi Þorláksson hefur ritað
um 17. öldina, meðal annars um sjávar-
búskap og verslun og viðskipti með
sjávarafurðir.6 Þá er í hinu mikla ritsafni
Lúðviks Kristjánssonar, Islenzkir sjávar-
hcettir, mikinn fróðleik að finna um
hvaðeina sem lýtur að sjósókn, verkun afla
og aðbúnaði sjómanna.7 Við lestur þessara
bóka vekur athygli að hlutur sjósóknar á
Austurlandi fyrr á tíð er þar rýrari en á við
um aðra landshluta. Ekki er auðvelt að
skýra það nema ef vera kynni að minna hafí
verið skyggnst um í gögnum þaðan frá fyrri
tíð. I jarðabók Árna Magnússonar og
Bjarna Pálssonar frá upphafí 18. aldar
vantar kaflana um Múlasýslur og Skafta-
fellssýslur og er talið að þeir hafí tapast í
brunanum 1728; sú eyða varðar útræði sem
og annað á þessu svæði. Halldór Stefánsson
ritaði um miðja síðustu öld fróðlegan
sjósóknarþátt í safnritið Austurland og dró
þar fram margvíslegan fróðleik úr tiltækum
heimildum.8 Nefna má einnig endur-
minningar Ásmundar Helgasonar frá Bjargi
(1872-1949), A sjó og landi, en án þeirra
vissum við mun minna um útræði við lok
19. aldar, einkum í Seley. Hér verður að
mestu að nægja að vísa til ofangreindra rita
um leið og áhugasamir sagnfræðingar um
atvinnusögu eru hvattir til að líta til
Austurlands þegar um er að ræða sjávar-
útveg fyrr á tíð.
-glffli
LÁ :
S - £, i«, # jk
'F- : ■ - . ■'í*" '%:■• ’
;ý "" "ý ■■—' ■ ■
.1 ■ •'T***-*^',
'v* ■’ ' •* «' ' r ■ «* ■’ „ -:v' «8.,, ; ■ '■.■■-■■ 'W'ig:
tvi• ; 'LÁ*"- - '■■■
Ströndin utan við Krosshöfða. Íforgrunni rúst upp
af Fossvík. Stapavík og Stjórnir neðan Osfluga,
fjœrst Selvogsnes. Ljósm. H. G.
Skráning minja um útræði
Á Uthéraði voru aðstæður til útræðis erfíðar
sökum hafnleysis við Héraðssanda og
örðugra leiða á landi í verstöðvamar út með
Héraðsflóa að norðan og austan. Lítið mun
hafa verið reynt að sjósetja báta á sjálfum
söndunum eða róa út um ósa Jökulsár og
Lagarfljóts. Öðru máli gegndi um Selfljóts-
ós í krikanum að austanverðu. Á Kross-
höfða við ósinn eru rústir, m.a. eftir
5 Bjöm Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir. Enska öldin. Saga íslands V. Ritstjóri Sigurður Líndal. Reykjavík 1990, s.
3-140.
6 Helgi Þorláksson. Undir einveldi. Saga íslands VII. Ritstjóri Sigurður Líndal. Reykjavík 2004, s. 3-211.
7 Lúðvík Kristjánsson. íslenzkir sjávarhœttir 1-5. Reykjavík 1980-1986.
8
Halldór Stefánsson. Austurland IV. Sjósóknarþáttur. Akureyri 1952, s. 111-143.
37