Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 40
Múlaþing
Út með Selfljóti. Ósjjall. Eiðaver við víkina handan við nesið á miðri mynd. Seljljótsós (Unaós) og
Krosshöfði. Ljósm. H. G.
sjóbúðir, og fleiri slíkar á bökkum Selfljóts,
m.a. í Eiðaveri um 300 m innan við
höfðann. Þar eins og víðast hvar í Hjalta-
staðaþinghá voru fomleifar skráðar árið
1997 sem liður í undirbúningi að svæðis-
skipulagi fyrir Fljótsdalshérað.9
Utan við Krosshöfða er klettótt strönd
með víkum og hamraflugum sem ná út að
fornum útróðrarstað á Selvogsnesi yst við
austanverðan flóann. Þangað fór ég 12.
ágúst 2008 ásamt Ingu Sóleyju Kristjönu-
dóttur, minjaverði Austurlands, til að
svipast um og skrá fomleifar. Haustið 2007
gerði greinarhöfundur samning við
Byggðasafn SkagaQarðar um skráningu
fomminja á útróðrarstöðum norðan Héraðs-
flóa. Vom dagana 2.-4. október skráðar
minjar á Landsenda, við Múlahöfn, í Torfu
og í Bjamarey.10 Vegna óhagstæðs veðurs
komumst við þá ekki niður á Geldingsnes,
gróna tanga utan við Móvíkur. Ur því var
bætt 16. ágúst 2008 en þá skráði ég þar
fomleifar og naut fylgdar Skarphéðins G.
Þórissonar náttúrufræðings. Við úrvinnslu á
gögnum frá Selvogsnesi og Geldingsnesi
aðstoðaði minjavörður Austurlands og
uppdrætti til birtingar gerði Guðmundur O.
Ingvarsson landfræðingur. Einnig útbjó
hann staðfræðiuppdrátt sem birtist með
þessari grein af útskögunum beggja vegna
Héraðsflóa. Sótt var um styrki til fomleifa-
skráningar á Úthéraði og við Héraðsflóa til
Fomleifasjóðs og til sveitarfélagsins Fljóts-
dalshéraðs, en án árangurs. Stefán Geirsson
9 Birna Gunnarsdóttir o.fl. Fornleifaskráning í Hjaltastaðaþinghá II. Fomleifastoínun íslands. Reykjavík 1998, s. 140-141.
10 Guðný Zoega. Minjar í landi Ketilsstaða í Hlíð, Fagradals i Vopnafirði og Bjarnarey. Byggðasafn Skagfirðinga.
Rannsóknaskýrsla 2007/70.
38