Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 51
Minjar um sjósókn við Héraðsflóa
Til norðursfrá Ystanesi. Múlahöfn milli Stapa og Syðri-Múlatanga. Bjarnarey beryfir. Ófœratorfa í
bjarginu t.v. og vangi Þerribjargs ífjarska. Ljósm. H. G.
við hólinn. Þar hjá er hringlaga gróp sem
gæti vísað á brunn sem vatnsból eða tengst
verkun á afla. Miðnesfjara er fast utan við
hólinn og þar í fjörunni virðist lendingin
hafa verið. Á Ystanesi eru tættur örskammt
upp af sjávarbakka utan við vog, sem opinn
er mót suðaustri, en í honum hefur verið
lent. Þama er ein vegleg skálarúst tvíhólfa,
að því er virðist endurbyggð margsinnis, og
utan við hana eru fornlegri húsarústir.
Neðan gróinnar brekku nálægt uppgöngu úr
voginum er gróp eftir naust og þrjár
hringlaga gryijur, eflaust nýttar við verkun
afla.
Rif em út af Ystanesi skammt utan ijöru
og myndast þar þröng sund eða rennur milli
skerja. Hér er að líkindum Músasund sem
Olavius nefnir í sambandi við sjóslys sem
orðið hafi árið 1762 „við Músasund eða
annan Landsendann“.31 Um sund þetta
hefur að líkindum verið róið í viðlögum að
og frá lendingu en örnefnið glatast.32
Olavius nefnir gamlar verbúðatóftir á
báðum Landsendunum og segist skammt
þaðan hafa séð nokkrar gryijur, sem
sjómenn hafi notað til að geyma í hákarla-
og þorskalifur.33 Gagnrýnir hann þá
geymsluaðferð og telur að lýsi hljóti að fara
til spillis út í jarðveginn. Hér gætir
sennilega misskilnings hjá Olaviusi, því að
gryijur þessar, sem enn sér rnerki, hafa eins
og siðar verður að vikið að öllum líkindum
verið notaðar við kösun á hákarli en ekki
undir lifur.
' Ólafur Olavius. Ferðabók II. Reykjavík 1965, s. 153.
32
Stefán Geirsson á Ketilsstöðum telur að Músasund sé úti fyrir Ystanesi við Geldingsnes. Olavius nefnir Geldingsnes aðeins
einu sinni en talar annars um Landsendatangann, Landsendanes og Landsendana þar sem hann segir verskála á tveimur stöðum.
Virðist sem hann sé í raun að fjalla þar um Geldingsnes og hafa Nesin ef til vill á þessum tíma verið talin hluti af Landsenda.
^ Ólafur Olavius. Ferðabók II. Reykjavík 1965, s. 148.
49