Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 52
Múlaþing
Verskálatóftir við Múlahöfn
Syðri-
Múlatangi
8
J 100 m $
Heimild: Byggðasafn Skagfirðinga 2007
Verskálatóftir við Múlahöfn. Fornleifauppdráttur.
Utan við Ystanes eru allháir hamrar og
þar myndast heilmikið hvolf inn í Múlafjall
með skrautlegum og hrikalegum
hamrabeltum. Nyrst í þessu hvolfi er
Múlahöfn, varin af Stöpum til suðurs og
Múlatöngum mót norðaustri. Engin leið er
með fjörum frá Nesjum yfir á Múla svo
notað sé málfar heimamanna.
í handskrifaðri skrá, sem ber heitið
Ömefni í Jökulsárhlíð, segir höfundurinn
Guðmundur Jónsson frá Húsey m.a. um
Geldingsnes:
Þar eru skálatættur margar grasi grónar, en
ekki hefur verið sjávarúthald á töngum
þessum á síðari árum nema lítilsháttar á Múla.
En gamlir menn sögðu mjer að þaðan hefðu
margir sókt sjó um aldamótin 1800 því hart
var þá í ári eptir Móðuharðindin.34
Múlahöfn
Gilskorin hamraflug loka leið með
ströndinni undir Múlaíjalli og ná gilin upp
undir brúnir á Múlakolli (567 m), lengst
upp Sæbjarnargjá. Til hliðar við hana
nálægt miðju bjargi er Ófæratorfa,
gróðurskiki sem freistar kinda. Verður
þama allstórt sjávarvik milli Geldingsnesja
og Múlatanga og er nyrst í því Múlahöfn,
varin til suðurs af sex dröngum sem heita
Stapar. Utan við Múlatanga tekur við
Langisandur og Þerribjarg og segir ekki
meira af verskálum þeim megin Stand-
andaness.
Múlahöfn er óvenjulegur staður fyrir
margra hluta sakir. Þar er náttúmleg og
allörugg viðlega fyrir báta og smáskip á
annars hafnlausri strönd, stórbrotið og
hrikalegt umhverfi undir brattri fjallshlíð
með klettaflugum upp í 550 m hæð. Grónir
tangar teygja sig mót opnu hafí, Héraðs-
sandar á aðra hlið og Austurfjöllin handan
við breiðan flóann. Utan við er Þerribjarg
með logandi litróf líparítsins og örmjóa
tinda sem benda til himins. Það er ekki að
undra þótt orðspor þessa staðar bærist langt
inn til dala og meðal sjómanna sem oftast
rem úr tvísýnni vör. Það vantaði hins vegar
meira en herslumun á að Múlahöfn nýttist
stóru héraði sem bjó við hafnleysu, því að
þaðan var engin fær flutningsleið á landi til
að flytja varning nær byggðum bólum.
Engin ömgg lending var heldur innar með
34 Guðmundur Jónssoti frá Húsey. Handskrifuð skrá varðveitt í Ömefnasaíni SÁM.
50