Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 54
Múlaþing
Múlafjall með Múlakolli fyrir miðju og Múlahöfn neðan undir. Upp af við brún er varp Kolmúlagils sem
liggur vestur til Kattárdals. Ystanes og Miðnes á Geldingsnesjum til vinstri. Ljósm. H. G.
hennar er tóft um 2,5x2,5 m að innanmáli og
hafa dyr verið á henni í austur. Vegghleðslur
eru greinilegastar í þessari tóft. Syðst er svo
mjög ógreinileg tóft um 2x1 m að innanmáli
og eru veggir hennar mun óverulegri en hinna
þriggja tóftanna. Vera kann að um sé að ræða
leifar eldri tóftar. Veggjaþykkt í
tóftaþyrpingunni er 1-2 m, þykkastir eru
veggimir við nyrstu tóftina. Hæð veggja er
40-60 cm og er vegghæð mest í nyrstu
tóftinni.
Olavius fjallar ítarlega um Múlahöfn í
Ferðabók og er ljóst að hann fór sjálfur á
staðinn og stóð þar fyrir mælingum og
kortlagningu á höfninni sem birtist í riti
hans, en nákvæmara kort var gert á vegum
Strandmælinga 1818. Hér fer á eftir kafli úr
frásögn Olaviusar:36
36 Ólafur Olavius. Ferðabók II. Reykjavík 1965, s. 171.
52
Fullyrt var að brim næði aldrei, hvorki vetur
né sumar, innst í víkina, og höfðu menn það til
sannindamerkis, að tveir rekadmmbar litlir
hefðu legið í fjörunni andspænis miðju
mynninu í 3 ár án þess að haggast. Þá er talið,
að þar sé ætíð ömgg bátalending. Hafís kvað
aldrei koma inn á vík þessa, og ef það er rétt,
hljóta straumar, sem liggja frá landi, að valda
því, því að annars er ísnum opin leið inn á
víkina og stundum rekur lagnaðarís þangað
inn. Samkvæmt því sem nú er sagt, halda
sumir, að á Múlahöfn muni vera ömggt
skipalægi sumar og vetur. Um vetrarlægið
efast ég þó mjög, en skýt því máli til
athugunar sjómanna, sem vit hafa á þeim
hlutum. En það er víst, að ef ekki er unnt að
nota Múlahöfn að sumarlagi, þá mun aldrei
þurfa að gera sér vonir um siglingu á
Héraðsflóa, því að enginn staður er þar betur
á