Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Síða 55
Minjar um sjósókn við Héraðsflóa
Torfa með verskálarústum undir Lontaskriðum. Ljósm. H. G.
fallinn til slíks, og er það vafalaust til mikils
tjóns bæði fyrir verslunina og atvinnuvegi
Héraðsbúa. Það er og höfuðgalli Héraðsflóa,
að þar skuli hvergi vera hafnir, skipalægi né
nýtilegar lendingar. Staðhættir við Múlahöfn
eru þeir, að upp frá vikinni rís hátt og ljótt
klettafjall, en undirlendið er aðeins mjó,
stórgrýtt malarljara. A vetrum er ófært hverri
skepnu, nema fimustu og fífldjörfustu
fjallgöngumönnum að fara landveg milli
hafnarinnar og næstu bæja, og sjóleiðin er
engan veginn örugg, sakir þess að lendingar
við Landsendanes og Geldinganes eru mjög
ótryggar, einkum í sunnan- og suðaustanátt.
Mjög lítið rúm er þar til að reisa á hús, ef á
þyrfti að halda, því að undirlendi er ekkert
nema mölin. En verbúðir þær sem þar hafa
verið reistar, hafa menn neyðst til aó reisa á
klettarima austanvert við höfnina, þar gætu
staðið 3-4 hús, en mjög örðugt er að koma
þungavöru þangað, og þar er engan veginn
óhult fyrir snjóflóðum.
Öld síðar minnist Guðmundur Jónsson frá
Húsey Múlahafnar og segir hana ágæta
litlum bátum en of litla stærri skipum. Sá
mikli galli sé á henni að varla sé hægt að
verja þar báta fyrir grjóthmni eða brimi í
rigningatíð að haustlagi. Lending á
Geldingsnesi sé ekki eins örugg fyrir
sjógangi og hafí alla sömu galla og
Múlahöfn:
A Múla var oftast róið í hákarl með lagvað
síðara hluta vetrar, þegar eg var unglingur.
Voru þar oft tvær bátshafnir. Guttormur
Jónsson frá Eyjaseli [um 1833-1896] sótti þar
sjó ... en hann var sá síðasti sem það gerði að
nokkru ráði. Eftir það er eg komst upp, var
lítið unr sjósókn frá Ketilsstöðum, en aðeins
stunduð selveiði meðfram fjallinu á vorin, því
að þar voru látur. Menn hættu að sækja sjóinn
aðallega af því, að fiskur gekk ekki inn á
flóann fyrr en úr miðsumri, og þá voru annir
sem mestar við heyskap. I öðru lagi voru
53