Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 56
Múlaþing
Torfa
0 5 m
Heimild: Byggðasafn Skagfirðinga 2007......
Torfa. Fomleifauppdráttur.
vestanbyljir þar oft skaðlegir um það leyti, en
hvergi iands að leita undan þeim, því að opið
haf er mót norðaustri.37
Segir Guðmundur í þætti sínum um
Guttorm í Eyjaseli að hann reri oft í hákarl
á útmánuðum og bjó þá jafnan í Múlahöfn
þar sem hann átti verskála, en góð
lagvaðsmið voru þar skammt undan.
Guttormur átti sex báta um ævina og
brotnuðu þeir allir í lendingu en þess utan
löskuðust bátar hans oft. Segir það sitt um
aðstæður Guttorms og harðfylgni að gefast
ekki upp við slíka ágjöf.38
Fjórir háir Stapar eru sunnan Múla-
hafnar. Heitir sá ysti Kríustapi en sá næst-
innsti Amarbrík. Segir Olavius að þar séu
skegluungar snaraðir á vorin á sama hátt og
í Skoruvíkurbjargi. Upp af Stöpum er
Ófæratorfa, brattur grænn blettur hátt í
klettaflugunum og freistar kinda. Milli
Múlatanga, þess syðri og nyrðri, er
Skálabaksvík, þ.e. víkin bak við skálana. Er
það réttnefni en í seinni tíð mun vík þessi
nefnd Skálaboðavík. Einnig þar er sögð góð
höfn en sjóflóðahætt.39 Á Nyrðri-Múla-
tanga sáum við engar rústir við skráninguna
haustið 2007. Norðan Nyrðri-Múlatanga
tekur við Langisandur og ofan hans blasir
við Þerribjarg.
Leið í Múlahöfn á landi er lýst í árbók
Ferðafélags íslands 200840, en fúllvíst má
telja að ferðum náttúmunnenda þangað eigi
eftir að ljölga. Þeir sem það leggja á sig
verða tæpast fyrir vonbrigðum.
Torfa
Þótt verstöðin Torfa liggi ekki við Héraðs-
flóa heldur vestan við Standandanes Vopna-
ijarðarmegin þykir rétt að gera nokkra grein
fyrir henni hér, þar eð hún var um aldir ítak
Áskirkju í Fellum og jafnframt eitt
sérstæðasta útver austanlands og þótt víðar
sé leitað. Standandanes utan við Saltvíkur
er hluti af svonefndu Torfúlandi sem nær
vestur fyrir nesið og inn með ströndinni á 2
!4 km kafla a.m.k. að Lontasandi en utan
við hann er klettatangi með grastó sem
heitir Torfa. Utan við tangann er Torfu-
sandur og upp af honum Lontaskriður
allbrattar undir hamrabeltum.
Á Torfu er þyrping rústa af verskálum
20-25 m á lengd og um 10 m á breidd. Alls
verða greind 9 hólf misstór innan þyrp-
ingarinnar en norðausturendi hennar
stendur tæpt á þverhníptri brún tangans. Á
Torfusandi eða við klappir í víkinni utan við
mun lendingin hafa verið. Þéttbýlið í þessu
óvanalega þorpi skýrist af landþrengslum á
torfunni þar sem byggingar hafa þakið um
37 Guðmundur Jónsson frá Húsey. Að Vestan IV. Sagnaþættir og sögur II. Akureyri 1955, s. 129-130.
38 Sama heimild, s. 31.
39 Ömefnaskrá Ketilsstaða, endurbætt. Örnefnasafn SMÁ.
40 Hjörleifur Guttormsson. Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði. Árbók Ferðafélags íslands 2008, s. 288.
54