Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Side 57
Minjar um sjósókn við Héraðsflóa
Torfa og Torfutangi. Lending á Torfusandi til hœgri. Ljóstn. H. G.
þriðjung gróðurlendisins neðan við skriðu-
fót. Auk skýrra rústa mótar þar fyrir eldri
mannvirkjum og raski vestan og ofan við
þyrpinguna, þar á meðal er ferhyrndur
reitur með óverulegum veggjum og
steinaröð og gæti þar hafa staðið hjallur.
Hefur Torfa eflaust verið gernýtt sem
athafna- og efnistökusvæði á meðan útver
þetta átti sitt blómaskeið. Tóftimar standa á
upphækkun sem bendir til endurbygginga.
Torfulands er ekki getið í sóknarlýsingu
Hofssóknar 1840, en í lýsingu Assóknar í
Fellum frá sama ári segir í upptalningu á
ítökum Askirkju m.a.: „torfuland og reki,
talið 2 hndr. að fomu, út frá Fagradal í
Vopnafírði.“41 Þar kemur einnig fram að
Brynjólfur biskup Sveinsson hafí árið 1668
gefið kirkjunni jörðina, sem áður var
bóndaeign, prestum þar til afgjaldslausrar
ábúðar.42 I bréfabókum biskups frá ámnum
1662-1664 er að finna yfirlit um húsa-
skoðun á Torfu43 og sérstakan vitnisburð
Högna Þorleifssonar frá Stórabakka í Tungu
um Torfuland:44
Meðkennist nú Högni Þorleifsson að hann hafi
hér til vitað fram undir fjörutíu ár, að hann hafi
og þetta Torfuland haft til byggingar af
Asskirkjufotmönnum ... og hafi þá haldið
verið Torfuland inn í Kattarvíkurá og í
Saltvíkurlæk hið innra, land og reki ofan í
gegn. En hið ytra rekamark Torfu útfrá í
Valdavíkurlæk, sem er undir kambinum sem
fram í sjóinn stendur, sem brík og forvaði ...
41 Múlasýslur. Sýslu- og sóknalýsingar. Reykjavík 2000, s. 125.
42 Sama heimild, s. 121.
43 Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar. Landsbókasafn, handritadeild. Bréf 1662-1663. Um húsaskoðun á Torfu. Uppskrifað
15. desember 1662. Lbs. 1083, 4t0, s. 464-465.
44 Sama heimild. Bréf 1663-1664. Vitnisburður um landamerki Torfu Áskirkju eignar. Uppskrifað að Kirkjubæ 25. ágúst 1663.
Lbs 1084, 4“ s. 212-215.
55